Enski boltinn

Fyrsta bikarleik helgarinnar frestað - fleiri í hættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
The Valley lítur ekki vel út.
The Valley lítur ekki vel út. Mynd/NordicPhotos/Getty
Miklar rigningar í Englandi ætla að gera fótboltafélögum grikk en þegar hefur einum leik helgarinnar í 3. umferð enska bikarsins (64 liða úrslit) verið frestað vegna bleytu.

Leikur b-deildarliðsins Charlton Athletic og d-deildarliðsins Oxford United átti að fara fram á The Valley á morgun en verður nú spilaður miðvikudaginn 8. janúar næstkomandi.

Völlurinn á The Valley er blautur og óleikhæfur eftir miklar rigningar í London. Forráðamenn Charlton ákváðu að fresta leiknum strax í stað þess að bíða upp á von og óvon.

Það er óttast um að það þurfi að fresta fleiri leikjum um helgina en þetta er fyrsta umferð bikarkeppninnar eftir að ensku úrvalsdeildarliðin komu inn. Veðurspáin er ekki góð og því er von á fleiri frestunum.

Leikvellir ensku úrvalsdeildarliðanna eru allir upphitaðir og með alvöru frárennsliskerfi en það er ekki sömu sögu að segja af leikvöllum neðri deildarliðanna sem þola ekki frost eða miklar rigningar.

Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×