Nýr vefmiðill fer í loftið í dag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 09:00 Fólkið á bak við KRÓM eru þau Erna Sigmundsdóttir, Íris Tara Ágústsdóttir, Steinunn Edda Steingrímsdóttir, Ingrid Karis, Ómar Smári Jónsson, Sigurður Óli Sigurðsson, Stína Terrazas og Edda Jóhannsdóttir. „Áherslan verður á það að vera með jákvæðan og skemmtilegan miðil þar sem flestir geta fundið efni við sitt hæfi,“ segir Erna Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri vefmiðilsins KRÓM, sem fer í loftið í dag. „Meðal annars komum við til með að fjalla um áhugaverða viðburði tengda viðburðasíðunni, verðum með upptökur og umfjallanir um viðburði ásamt viðtölum við flytjendur. Einnig verðum við með viðtöl við áhugavert og skemmtilegt fólk ásamt því að fjalla um hvað er nýtt í hönnun, tækni, tísku og nýsköpun og margt fleira. Við viljum vera með puttann á púlsinum,“ bætir Erna við. Hún segir að KRÓM sé lífsstílsvefmiðill og skiptist hann í þrjá hluta – tímarit sem kemur eingöngu út á netinu og er frítt, viðburðasíðu þar sem haldið er utan um allt sem er að gerast hverju sinni og vefsíðu þar sem greinum úr tímaritinu er blandað saman við blogg, viðtöl og annað efni. Þá verður lesendum boðið upp á innskráningarkerfi, sem ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir, þar sem hægt er að safna öllu efni KRÓMs, sem hverjum og einum finnst áhugavert, saman á einn stað. „Miðillinn er einnig hugsaður fyrir fólk sem er orðið þreytt á pólitísku argaþrasi og er að leita sér að léttara efni. Við leggjum líka mikla áherslu á að KRÓM er fyrir bæði kynin og eru efnistökin eftir því,“ segir Erna.„Hugmyndin kviknaði því okkur fannst vöntun á síðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um viðburði á einum stað. Það hafa allir lent í því að missa af viðburði því þeir sem halda þá hafa ekki peninga til að auglýsa þá, eru ekki nógu sýnilegir á Facebook eða viðburðirnir fá ekki næga umfjöllun í fjölmiðlum. Við ætlum að halda utan um alla viðburði á viðburðasíðunni okkar þar sem viðburðahaldarar geta skráð þá inn sjálfir. Við leggjum mikið upp úr því að hafa síðuna vel uppfærða og hvetjum alla til að skrá viðburðina sína þar inn enda er þessi þjónusta endurgjaldslaus.“ Erna segir það ekki áhættusamt að stofna vefmiðil í dag. „Í okkar undirbúningsvinnu fengum við þær upplýsingar frá Hagstofu Íslands að 85 prósent Íslendinga fara inn á vefinn daglega, þar af fjörutíu prósent í gegnum snjalltæki. Markhópurinn er rosalega stór,“ segir Erna. „Við leggjum mikla áherslu á að vera með gagnvirka upplifun. Við bætum til dæmis myndböndum inn í greinarnar þegar það á við. Við viljum líka hvetja alla sem luma á góðum hugmyndum að senda okkur ábendingar. Við ætlum að vera í góðu sambandi við lesendur okkar. Síðan er mjög notendavæn þar sem snillingarnir hjá vefhönnunarfyrirtækinu WEDO eiga heiðurinn af hönnun og uppsetningu.“ Þá lofar Erna fersku, fyrsta hefti KRÓMs sem verður aðgengilegt á vefsíðunni www.krom.is í dag. „Við erum með viðtöl við tónlistarfólk og fjöllum um mat, vín, nýsköpun, tækni, hönnun og tísku. Þetta er miðillinn sem allir, sem vilja fylgjast með, ættu að lesa.“ Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
„Áherslan verður á það að vera með jákvæðan og skemmtilegan miðil þar sem flestir geta fundið efni við sitt hæfi,“ segir Erna Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri vefmiðilsins KRÓM, sem fer í loftið í dag. „Meðal annars komum við til með að fjalla um áhugaverða viðburði tengda viðburðasíðunni, verðum með upptökur og umfjallanir um viðburði ásamt viðtölum við flytjendur. Einnig verðum við með viðtöl við áhugavert og skemmtilegt fólk ásamt því að fjalla um hvað er nýtt í hönnun, tækni, tísku og nýsköpun og margt fleira. Við viljum vera með puttann á púlsinum,“ bætir Erna við. Hún segir að KRÓM sé lífsstílsvefmiðill og skiptist hann í þrjá hluta – tímarit sem kemur eingöngu út á netinu og er frítt, viðburðasíðu þar sem haldið er utan um allt sem er að gerast hverju sinni og vefsíðu þar sem greinum úr tímaritinu er blandað saman við blogg, viðtöl og annað efni. Þá verður lesendum boðið upp á innskráningarkerfi, sem ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir, þar sem hægt er að safna öllu efni KRÓMs, sem hverjum og einum finnst áhugavert, saman á einn stað. „Miðillinn er einnig hugsaður fyrir fólk sem er orðið þreytt á pólitísku argaþrasi og er að leita sér að léttara efni. Við leggjum líka mikla áherslu á að KRÓM er fyrir bæði kynin og eru efnistökin eftir því,“ segir Erna.„Hugmyndin kviknaði því okkur fannst vöntun á síðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um viðburði á einum stað. Það hafa allir lent í því að missa af viðburði því þeir sem halda þá hafa ekki peninga til að auglýsa þá, eru ekki nógu sýnilegir á Facebook eða viðburðirnir fá ekki næga umfjöllun í fjölmiðlum. Við ætlum að halda utan um alla viðburði á viðburðasíðunni okkar þar sem viðburðahaldarar geta skráð þá inn sjálfir. Við leggjum mikið upp úr því að hafa síðuna vel uppfærða og hvetjum alla til að skrá viðburðina sína þar inn enda er þessi þjónusta endurgjaldslaus.“ Erna segir það ekki áhættusamt að stofna vefmiðil í dag. „Í okkar undirbúningsvinnu fengum við þær upplýsingar frá Hagstofu Íslands að 85 prósent Íslendinga fara inn á vefinn daglega, þar af fjörutíu prósent í gegnum snjalltæki. Markhópurinn er rosalega stór,“ segir Erna. „Við leggjum mikla áherslu á að vera með gagnvirka upplifun. Við bætum til dæmis myndböndum inn í greinarnar þegar það á við. Við viljum líka hvetja alla sem luma á góðum hugmyndum að senda okkur ábendingar. Við ætlum að vera í góðu sambandi við lesendur okkar. Síðan er mjög notendavæn þar sem snillingarnir hjá vefhönnunarfyrirtækinu WEDO eiga heiðurinn af hönnun og uppsetningu.“ Þá lofar Erna fersku, fyrsta hefti KRÓMs sem verður aðgengilegt á vefsíðunni www.krom.is í dag. „Við erum með viðtöl við tónlistarfólk og fjöllum um mat, vín, nýsköpun, tækni, hönnun og tísku. Þetta er miðillinn sem allir, sem vilja fylgjast með, ættu að lesa.“
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira