Ekki rétt að ég hafi komið meiddur til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 06:45 Þórsarar þurfa á Chuck að halda. Hér er hann í leik gegn Fylki í fyrra. mynd/eva björk „Enginn vill spila fótbolta meira en ég,“ segir Chukwudi Chijindu, betur þekktur sem Chuck, framherji Þórs frá Akureyri í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Chuck hefur ekki enn komið við sögu í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar og Þórsarar sakna hans mikið. Norðanmenn eru án stiga sem endurspeglar gengi þeirra í fyrra þegar Chuck spilaði ekki. Þeir fengu 22 af 24 stigum sínum á síðasta tímabili með hann í liðinu. Hann skoraði 10 mörk í 18 leikjum og átti stóran þátt í því að Þór hélt sæti sínu í deildinni. „Ég meiddist á kálfa á æfingu fyrir fyrsta leik. Ég er bara í endurhæfingu núna og get hjólað og gert þrekæfingar en ég er ekki byrjaður að æfa. Meiðslin leyfa mér það ekki,“ segir Chuck í samtali við Fréttablaðið en hann var einmitt nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður tók hann tali. „Ég vona að ég geti spilað aftur eftir eina til tvær vikur en það er bara ég að vona það besta. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið svona lengi frá síðan ég kom til Íslands og eðlilega er þetta mjög erfitt fyrir mig, félagið og stuðningsmennina. En meiðsli eru samt bara hluti af leiknum. Ég get alveg sagt þér að það er ekkert gaman að sitja uppi í stúku og horfa á leikina,“ segir Chuck.Var klár gegn Keflavík Eftir fjórða tap Þórsara í röð var mikilvægi Chucks rætt í Pepsi-mörkunum og var þar velt upp hvort félög þyrftu að standa betur að læknisskoðun þegar verið væri að fá menn erlendis frá. Chuck sá ekki þáttinn en var sagt frá umræðunni og skrifaði þá þrjár færslur á Twitter-síðu sína þar sem hann fór í kringum hlutina. „Sannleikurinn mun koma í ljós,“ sagði í einni og „Þessir menn fá borgað fyrir að tala,“ sagði í annarri. En hvað átti hann við? „Ísland er lítið land þannig að skilaboð um þetta rötuðu til mín. Það er mikilvægt að menn passi hvað þeir segja því fullt af fólki trúir því sem það heyrir án þess að fá staðreyndir. Það er ekki satt að segja að ég hafi komið til Íslands meiddur og sé að kosta félagið fullt af peningum. Ef þeir hefðu skoðað málið hefðu þeir vitað að ég var að æfa á fullu og spilaði æfingaleik á móti Magna rétt fyrir mót. Ég var klár í fyrsta leikinn gegn Keflavík og hefði spilað hann ef ég hefði ekki verið í banni. Menn verða bara aðeins að hugsa áður en þeir tala og hafa staðreyndirnar réttar,“ segir Chuck, sem segir þetta þó ekkert á sig fá. „Ég tapa ekkert svefni yfir þessu. Ég veit bara að það er fullt af fólki sem horfir á þáttinn og margir taka öllu því sem þeir heyra sem sannleika. Það er bara mikilvægt að það komi fram að ég kom ekki meiddur til landsins heldur var ég í góðu formi.“Vísir/VilhelmSnýst ekki bara um peninga Framherjinn viðurkennir fúslega að hann hafi verið í viðræðum við stærri félög á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert launungarmál en það truflar mig ekkert að spila fyrir Þór,“ segir Chuck, sem var eðlilega eftirsóttur eftir síðasta tímabil. Samningaviðræður við stærri félögin gengu þó ekki sem skyldi. „Ef þú átt að heita stórt félag þarftu að hegða þér þannig. Mér fannst vanta aðeins meiri hugsun á bak við tilboðin í borginni. Þetta væri öðruvísi ef ég væri 18 eða 19 ára strákur að gera minn fyrsta samning en ég er búinn að spila í hálft sjöunda ár sem atvinnumaður. Það er eitt að ræða við strák og svo reyndan atvinnumann,“ segir Chuck og heldur áfram: „Ég átti samt góðar samræður við alla en ég get ekki skrifað undir samning sjálfur. Það þarf tvo til. Um tíma gengu samningaviðræður vel en á endanum gekk þetta ekki upp. Þetta snýst ekki bara um peninga en á endanum gerði ég það sem ég taldi best fyrir mig. Ég var líka með tilboð frá öðrum löndum en ég valdi Þór og tel það hafa verið rétt í stöðunni.“Vinnur að næsta skrefi Chuck er frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og á að baki leiki í MLS-deildinni þar í landi. Hann segist hafa fengið tilboð frá félögum í stærri deildum áður en hann kom til Þórs í fyrra og aftur núna en kaus að fara til Akureyrar. „Mér gekk vel á síðasta ári og áður en ég fór Íslands höfðu félög frá Norðurlöndunum samband og einnig Asíu. Markmiðið er alltaf að taka næsta skref en hafi ég lært eitthvað á fótboltaferlinum þá er það það að ekkert er öruggt. Ég vinn að því að taka næsta skref en fyrst þarf ég að ná mér af meiðslunum og hjálpa Þór. Ef ég spila vel fyrir Þór þá sér allt hitt um sig sjálft,“ segir Chukwudi Chijindu, eða Chuck. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
„Enginn vill spila fótbolta meira en ég,“ segir Chukwudi Chijindu, betur þekktur sem Chuck, framherji Þórs frá Akureyri í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Chuck hefur ekki enn komið við sögu í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar og Þórsarar sakna hans mikið. Norðanmenn eru án stiga sem endurspeglar gengi þeirra í fyrra þegar Chuck spilaði ekki. Þeir fengu 22 af 24 stigum sínum á síðasta tímabili með hann í liðinu. Hann skoraði 10 mörk í 18 leikjum og átti stóran þátt í því að Þór hélt sæti sínu í deildinni. „Ég meiddist á kálfa á æfingu fyrir fyrsta leik. Ég er bara í endurhæfingu núna og get hjólað og gert þrekæfingar en ég er ekki byrjaður að æfa. Meiðslin leyfa mér það ekki,“ segir Chuck í samtali við Fréttablaðið en hann var einmitt nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður tók hann tali. „Ég vona að ég geti spilað aftur eftir eina til tvær vikur en það er bara ég að vona það besta. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið svona lengi frá síðan ég kom til Íslands og eðlilega er þetta mjög erfitt fyrir mig, félagið og stuðningsmennina. En meiðsli eru samt bara hluti af leiknum. Ég get alveg sagt þér að það er ekkert gaman að sitja uppi í stúku og horfa á leikina,“ segir Chuck.Var klár gegn Keflavík Eftir fjórða tap Þórsara í röð var mikilvægi Chucks rætt í Pepsi-mörkunum og var þar velt upp hvort félög þyrftu að standa betur að læknisskoðun þegar verið væri að fá menn erlendis frá. Chuck sá ekki þáttinn en var sagt frá umræðunni og skrifaði þá þrjár færslur á Twitter-síðu sína þar sem hann fór í kringum hlutina. „Sannleikurinn mun koma í ljós,“ sagði í einni og „Þessir menn fá borgað fyrir að tala,“ sagði í annarri. En hvað átti hann við? „Ísland er lítið land þannig að skilaboð um þetta rötuðu til mín. Það er mikilvægt að menn passi hvað þeir segja því fullt af fólki trúir því sem það heyrir án þess að fá staðreyndir. Það er ekki satt að segja að ég hafi komið til Íslands meiddur og sé að kosta félagið fullt af peningum. Ef þeir hefðu skoðað málið hefðu þeir vitað að ég var að æfa á fullu og spilaði æfingaleik á móti Magna rétt fyrir mót. Ég var klár í fyrsta leikinn gegn Keflavík og hefði spilað hann ef ég hefði ekki verið í banni. Menn verða bara aðeins að hugsa áður en þeir tala og hafa staðreyndirnar réttar,“ segir Chuck, sem segir þetta þó ekkert á sig fá. „Ég tapa ekkert svefni yfir þessu. Ég veit bara að það er fullt af fólki sem horfir á þáttinn og margir taka öllu því sem þeir heyra sem sannleika. Það er bara mikilvægt að það komi fram að ég kom ekki meiddur til landsins heldur var ég í góðu formi.“Vísir/VilhelmSnýst ekki bara um peninga Framherjinn viðurkennir fúslega að hann hafi verið í viðræðum við stærri félög á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert launungarmál en það truflar mig ekkert að spila fyrir Þór,“ segir Chuck, sem var eðlilega eftirsóttur eftir síðasta tímabil. Samningaviðræður við stærri félögin gengu þó ekki sem skyldi. „Ef þú átt að heita stórt félag þarftu að hegða þér þannig. Mér fannst vanta aðeins meiri hugsun á bak við tilboðin í borginni. Þetta væri öðruvísi ef ég væri 18 eða 19 ára strákur að gera minn fyrsta samning en ég er búinn að spila í hálft sjöunda ár sem atvinnumaður. Það er eitt að ræða við strák og svo reyndan atvinnumann,“ segir Chuck og heldur áfram: „Ég átti samt góðar samræður við alla en ég get ekki skrifað undir samning sjálfur. Það þarf tvo til. Um tíma gengu samningaviðræður vel en á endanum gekk þetta ekki upp. Þetta snýst ekki bara um peninga en á endanum gerði ég það sem ég taldi best fyrir mig. Ég var líka með tilboð frá öðrum löndum en ég valdi Þór og tel það hafa verið rétt í stöðunni.“Vinnur að næsta skrefi Chuck er frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og á að baki leiki í MLS-deildinni þar í landi. Hann segist hafa fengið tilboð frá félögum í stærri deildum áður en hann kom til Þórs í fyrra og aftur núna en kaus að fara til Akureyrar. „Mér gekk vel á síðasta ári og áður en ég fór Íslands höfðu félög frá Norðurlöndunum samband og einnig Asíu. Markmiðið er alltaf að taka næsta skref en hafi ég lært eitthvað á fótboltaferlinum þá er það það að ekkert er öruggt. Ég vinn að því að taka næsta skref en fyrst þarf ég að ná mér af meiðslunum og hjálpa Þór. Ef ég spila vel fyrir Þór þá sér allt hitt um sig sjálft,“ segir Chukwudi Chijindu, eða Chuck.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira