Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 06:30 Yfirburðir. Gunnar vann síðast sigur á Rússanum Omari Akhmedov með hengingu strax í fyrstu lotu.fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“ MMA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sjá meira
Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“
MMA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sjá meira