Vinsælasta ljóðskáld þjóðarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. apríl 2014 00:01 Þegar leitað er eftir því að fá skáldkonuna í viðtal kemur í ljós að hún er stödd á Akureyri og verður þar næstu viku. Hvað er hún að gera þar? „Ég er að heilsa upp á Davíð Stefánsson. Ég fékk inni í fræðimannsíbúðinni í Davíðshúsi þar sem getur að líta ritsafn skáldsins uppi í hillu við hliðina á Jaws II, dálítið merkilegur bókakostur. Ég geri því skóna að þetta sé eintakið hans Davíðs og sömuleiðis flatskjárinn og þessar fínu fermingargræjur sem eru í sama herbergi.“ Tilgangur dvalarinnar er þó auðvitað sá að skrifa nýtt verk sem hún segist vonast til að komi út í haust og er virkilega forvitnilegt, hugsanlega hið fyrsta sinnar tegundar; ljóðabálkur um glæpi. Hvaðan kom sú hugmynd? „Ég skrifaði töluvert um glæpi þegar ég var ritstjóri Mannlífs og þessar sögur sem ég heyrði á þeim tíma hafa setið í mér. Mig langaði til að fjalla um þær í bálki. Þetta verður ákaflega dimmur Reykjavíkurbálkur um glæpi.“Vinsælasta skáldið Spurð hvernig tilfinning það sé að vera komin í hóp þeirra útvöldu ljóðskálda sem fá útgefin heildarljóðasöfn dregur Gerður dálítið við sig svarið. „Mér finnst þetta óskaplega hátíðlegt, skemmtilegt og mikill heiður. Þarna gefst lesendum gott tækifæri til að sjá þróunina í ljóðunum mínum. Nokkrar bókanna voru uppseldar þannig að það var alveg kominn tími til að gefa þær út aftur.“ Gerður Kristný var ekki gömul þegar hún byrjaði að skrifa ljóð, var byrjuð að koma fram og lesa upp í menntaskóla og fyrsta bókin, Ísfrétt, kom út þegar hún var 24 ára gömul. Hvað vakti áhuga hennar á því að skrifa ljóð frekar en prósa? „Það sem heillaði mig við ljóðin var hvað þar er hægt að segja langa sögu í fáum orðum. Ég gleypti alltaf í mig ljóðin í Lesbók Morgunblaðsins þar sem bæði amatörar og bestu skáld þjóðarinnar birtu ljóð eftir sig. Það voru líka ljóð í helgarblaði Þjóðviljans sem ég klippti stundum út. Þegar áhuginn greip mig sá ég ljóð út um allt, las þau út úr veggjakroti jafnt sem auglýsingum. Ég varð bara heilluð. Á meðal skáldanna sem ég las sem unglingur voru Ísak Harðarson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Bragi Ólafsson. Þótt ég sæi ekki fyrir mér að ég gæti nokkurn tíma lifað af því semja ljóð vissi ég að ég myndi alltaf yrkja.“ Aðalfag Gerðar Kristnýjar í háskóla var franska en hún tók almenna bókmenntafræði sem aukafag. Eftir BA-próf lá leiðin í hagnýta fjölmiðlun og starfsnámið tók hún meðal annars hjá danska ríkissjónvarpinu og dvaldi þá í þrjá og hálfan mánuð í Kaupmannahöfn. „Ég tók með Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn eftir Björn Th. Björnsson og Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar og lá í því á milli þess sem ég orti ljóðin sem birtust í Ísfrétt árið 1994. Það var þó ekki fyrr en árið 2003, þegar ég dvaldi í Nice í Suður-Frakklandi í þriggja mánaða fríinu sem blaðamenn hafa rétt á, að ég tók þá ákvörðun að segja upp starfi mínu sem ritstjóri Mannlífs og gerast rithöfundur í fullu starfi. Hugmyndirnar hrúguðust að mér á meðan á fríinu stóð og ég varð að vinna úr þeim.“Blóðhófnir skipti sköpum Sú ákvörðun hefur sannarlega borgað sig og ljóðabálkurinn Blóðhófnir, sem út kom árið 2010, er einhver vinsælasta ljóðabók fyrr og síðar. Hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin það ár, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, hefur verið þýdd á öll Norðurlandamálin og ensku og komst nú síðast í sviðsljósið í kanónukosningu Kiljunnar þar sem hún var í 38. sæti á listanum yfir öndvegisrit allra tíma, 7. sæti á ljóðabókalistanum, í 9. sæti á lista yfir bækur núlifandi höfunda og í 5. sæti á listanum yfir bækur eftir konur, auk þess sem Gerður er eina konan sem á bók á listanum yfir tuttugu bestu ljóðabækur Íslandssögunnar. Kann hún einhverja skýringu á þessum vinsældum Blóðhófnis? „Það eru aðeins fjögur ár síðan bókin fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin en þau hafa í raun fáar ljóðabækur fengið. Síðan nýtur bókin góðs af því að hafa verið kennd bæði í menntaskólum og í Háskólanum. Hún er enn í umræðunni því í síðustu viku sagði ég frá Blóðhófni í íslenskutíma í Háskólanum og var auk þess beðin um að lesa upp úr henni fyrir erlenda rithöfunda sem komu hingað til lands til að sækja ritlistarnámskeiðið „Iceland Writers Retreat“. Blóðhófnir er greinilega enn ofarlega í hugum fólks, sem ég er ákaflega þakklát fyrir.“ Blóðhófnir hefur ekki eingöngu fengið hljómgrunn á Íslandi því það er hann sem hefur borið höfund sinn á bókmenntahátíðir um víða veröld, eins og Gerður Kristný orðar það. „Goðsögnin um Gerði Gymisdóttur, Skírni og Frey er sígild saga um löngu fyrnt mansal sem teygir sig inn í okkar nútíma og virðist tala til fólks hvaðanæva að úr heiminum. Ég hef sagt þessa sögu í Kólumbíu, Níkaragva, Indlandi og Bangladess og alls staðar hefur hún náð eyrum fólks.“Hangir í Bloomsbury Hotel Gerður Kristný er mikil baráttukona þegar kemur að bókmenntum kvenna og notar hvert tækifæri til að hampa þeim, enda segir hún að ef við hömpum ekki hver annarri munu aðrir ekki gera það. Skiptir einhverju máli fyrir lesandann hvort bók er eftir karl eða konu? „Konur hafa oft önnur yrkisefni en karlarnir og sum ljóða þeirra Vilborgar Dagbjartsdóttur og Ingibjargar Haraldsdóttur hefði enginn karlmaður getað ort, svo dæmi séu tekin. Þær voru mér mikilvægar fyrirmyndir, ég þurfti ekkert að láta það vefjast fyrir mér hvort ég gæti orðið ljóðskáld þótt ég væri kona því brautin hafði þegar verið rudd.“ Gerður hyggst nýta tímann í Davíðshúsi út í æsar því fram undan er mikil dagskrá. „Ég verð salíróleg hér á Akureyri í apríl en í maí held ég á ljóðahátíð í Cork á Írlandi. Síðan fæ ég að fara til Ísafjarðar en að því loknu verð ég send til Varsjár í Póllandi. Í maílok enda ég síðan í British Museum þar sem ég spretti af Blóðhófni enn og aftur. Nú stendur mikil víkingasýning yfir í safninu og eitt af framlögum Íslands til hennar eru bókmenntirnar sem við Emily Lethbridge, doktor í íslenskum miðaldabókmenntum og ferðagarpur, höfum verið beðnar að segja frá. Það finnst mér tilhlökkunarefni.“ Þátttakan í sýningunni á British Museum leiddi til þess að nú hangir virðulegt málverk af skáldinu á The Bloomsbury Hotel í London. „Félagsskapur í London, sem heitir Poet in the City og hefur að markmiði að útbreiða fagnaðarerindi ljóðsins, skipuleggur upplesturinn og þau ákváðu að láta mála portrett af ljóðskáldunum sem koma fram með þeim í ár. Ég var því send til London í janúar sl. til að sitja fyrir. Nú hangir portrettið mitt ásamt portrettum af hinum skáldunum á The Bloomsbury Hotel og fær örugglega margan gestinn til að klóra sér í höfðinu yfir því hvaða kona þetta sé.“ Það er hægt að segja að þú sért komin á toppinn 44 ára gömul, er það ekkert ógnvekjandi? Læðist ekki að þér ótti um að ná ekki að toppa þennan árangur? „Uss, nei, ég hugsa aldrei um það hvort mér takist að gera betur en áður, maður heldur bara dampi og hugsar um næstu bók.“ Menning Mest lesið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þegar leitað er eftir því að fá skáldkonuna í viðtal kemur í ljós að hún er stödd á Akureyri og verður þar næstu viku. Hvað er hún að gera þar? „Ég er að heilsa upp á Davíð Stefánsson. Ég fékk inni í fræðimannsíbúðinni í Davíðshúsi þar sem getur að líta ritsafn skáldsins uppi í hillu við hliðina á Jaws II, dálítið merkilegur bókakostur. Ég geri því skóna að þetta sé eintakið hans Davíðs og sömuleiðis flatskjárinn og þessar fínu fermingargræjur sem eru í sama herbergi.“ Tilgangur dvalarinnar er þó auðvitað sá að skrifa nýtt verk sem hún segist vonast til að komi út í haust og er virkilega forvitnilegt, hugsanlega hið fyrsta sinnar tegundar; ljóðabálkur um glæpi. Hvaðan kom sú hugmynd? „Ég skrifaði töluvert um glæpi þegar ég var ritstjóri Mannlífs og þessar sögur sem ég heyrði á þeim tíma hafa setið í mér. Mig langaði til að fjalla um þær í bálki. Þetta verður ákaflega dimmur Reykjavíkurbálkur um glæpi.“Vinsælasta skáldið Spurð hvernig tilfinning það sé að vera komin í hóp þeirra útvöldu ljóðskálda sem fá útgefin heildarljóðasöfn dregur Gerður dálítið við sig svarið. „Mér finnst þetta óskaplega hátíðlegt, skemmtilegt og mikill heiður. Þarna gefst lesendum gott tækifæri til að sjá þróunina í ljóðunum mínum. Nokkrar bókanna voru uppseldar þannig að það var alveg kominn tími til að gefa þær út aftur.“ Gerður Kristný var ekki gömul þegar hún byrjaði að skrifa ljóð, var byrjuð að koma fram og lesa upp í menntaskóla og fyrsta bókin, Ísfrétt, kom út þegar hún var 24 ára gömul. Hvað vakti áhuga hennar á því að skrifa ljóð frekar en prósa? „Það sem heillaði mig við ljóðin var hvað þar er hægt að segja langa sögu í fáum orðum. Ég gleypti alltaf í mig ljóðin í Lesbók Morgunblaðsins þar sem bæði amatörar og bestu skáld þjóðarinnar birtu ljóð eftir sig. Það voru líka ljóð í helgarblaði Þjóðviljans sem ég klippti stundum út. Þegar áhuginn greip mig sá ég ljóð út um allt, las þau út úr veggjakroti jafnt sem auglýsingum. Ég varð bara heilluð. Á meðal skáldanna sem ég las sem unglingur voru Ísak Harðarson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Bragi Ólafsson. Þótt ég sæi ekki fyrir mér að ég gæti nokkurn tíma lifað af því semja ljóð vissi ég að ég myndi alltaf yrkja.“ Aðalfag Gerðar Kristnýjar í háskóla var franska en hún tók almenna bókmenntafræði sem aukafag. Eftir BA-próf lá leiðin í hagnýta fjölmiðlun og starfsnámið tók hún meðal annars hjá danska ríkissjónvarpinu og dvaldi þá í þrjá og hálfan mánuð í Kaupmannahöfn. „Ég tók með Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn eftir Björn Th. Björnsson og Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar og lá í því á milli þess sem ég orti ljóðin sem birtust í Ísfrétt árið 1994. Það var þó ekki fyrr en árið 2003, þegar ég dvaldi í Nice í Suður-Frakklandi í þriggja mánaða fríinu sem blaðamenn hafa rétt á, að ég tók þá ákvörðun að segja upp starfi mínu sem ritstjóri Mannlífs og gerast rithöfundur í fullu starfi. Hugmyndirnar hrúguðust að mér á meðan á fríinu stóð og ég varð að vinna úr þeim.“Blóðhófnir skipti sköpum Sú ákvörðun hefur sannarlega borgað sig og ljóðabálkurinn Blóðhófnir, sem út kom árið 2010, er einhver vinsælasta ljóðabók fyrr og síðar. Hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin það ár, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, hefur verið þýdd á öll Norðurlandamálin og ensku og komst nú síðast í sviðsljósið í kanónukosningu Kiljunnar þar sem hún var í 38. sæti á listanum yfir öndvegisrit allra tíma, 7. sæti á ljóðabókalistanum, í 9. sæti á lista yfir bækur núlifandi höfunda og í 5. sæti á listanum yfir bækur eftir konur, auk þess sem Gerður er eina konan sem á bók á listanum yfir tuttugu bestu ljóðabækur Íslandssögunnar. Kann hún einhverja skýringu á þessum vinsældum Blóðhófnis? „Það eru aðeins fjögur ár síðan bókin fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin en þau hafa í raun fáar ljóðabækur fengið. Síðan nýtur bókin góðs af því að hafa verið kennd bæði í menntaskólum og í Háskólanum. Hún er enn í umræðunni því í síðustu viku sagði ég frá Blóðhófni í íslenskutíma í Háskólanum og var auk þess beðin um að lesa upp úr henni fyrir erlenda rithöfunda sem komu hingað til lands til að sækja ritlistarnámskeiðið „Iceland Writers Retreat“. Blóðhófnir er greinilega enn ofarlega í hugum fólks, sem ég er ákaflega þakklát fyrir.“ Blóðhófnir hefur ekki eingöngu fengið hljómgrunn á Íslandi því það er hann sem hefur borið höfund sinn á bókmenntahátíðir um víða veröld, eins og Gerður Kristný orðar það. „Goðsögnin um Gerði Gymisdóttur, Skírni og Frey er sígild saga um löngu fyrnt mansal sem teygir sig inn í okkar nútíma og virðist tala til fólks hvaðanæva að úr heiminum. Ég hef sagt þessa sögu í Kólumbíu, Níkaragva, Indlandi og Bangladess og alls staðar hefur hún náð eyrum fólks.“Hangir í Bloomsbury Hotel Gerður Kristný er mikil baráttukona þegar kemur að bókmenntum kvenna og notar hvert tækifæri til að hampa þeim, enda segir hún að ef við hömpum ekki hver annarri munu aðrir ekki gera það. Skiptir einhverju máli fyrir lesandann hvort bók er eftir karl eða konu? „Konur hafa oft önnur yrkisefni en karlarnir og sum ljóða þeirra Vilborgar Dagbjartsdóttur og Ingibjargar Haraldsdóttur hefði enginn karlmaður getað ort, svo dæmi séu tekin. Þær voru mér mikilvægar fyrirmyndir, ég þurfti ekkert að láta það vefjast fyrir mér hvort ég gæti orðið ljóðskáld þótt ég væri kona því brautin hafði þegar verið rudd.“ Gerður hyggst nýta tímann í Davíðshúsi út í æsar því fram undan er mikil dagskrá. „Ég verð salíróleg hér á Akureyri í apríl en í maí held ég á ljóðahátíð í Cork á Írlandi. Síðan fæ ég að fara til Ísafjarðar en að því loknu verð ég send til Varsjár í Póllandi. Í maílok enda ég síðan í British Museum þar sem ég spretti af Blóðhófni enn og aftur. Nú stendur mikil víkingasýning yfir í safninu og eitt af framlögum Íslands til hennar eru bókmenntirnar sem við Emily Lethbridge, doktor í íslenskum miðaldabókmenntum og ferðagarpur, höfum verið beðnar að segja frá. Það finnst mér tilhlökkunarefni.“ Þátttakan í sýningunni á British Museum leiddi til þess að nú hangir virðulegt málverk af skáldinu á The Bloomsbury Hotel í London. „Félagsskapur í London, sem heitir Poet in the City og hefur að markmiði að útbreiða fagnaðarerindi ljóðsins, skipuleggur upplesturinn og þau ákváðu að láta mála portrett af ljóðskáldunum sem koma fram með þeim í ár. Ég var því send til London í janúar sl. til að sitja fyrir. Nú hangir portrettið mitt ásamt portrettum af hinum skáldunum á The Bloomsbury Hotel og fær örugglega margan gestinn til að klóra sér í höfðinu yfir því hvaða kona þetta sé.“ Það er hægt að segja að þú sért komin á toppinn 44 ára gömul, er það ekkert ógnvekjandi? Læðist ekki að þér ótti um að ná ekki að toppa þennan árangur? „Uss, nei, ég hugsa aldrei um það hvort mér takist að gera betur en áður, maður heldur bara dampi og hugsar um næstu bók.“
Menning Mest lesið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira