Pólítíkin: Vill lækka skatta og gjöld á borgarbúa Höskuldur Kári Schram skrifar 4. apríl 2014 17:20 Halldór Haldórsson borgarfulltrúi Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að bjóða þurfi borgarbúum upp á raunverulega valkosti þegar kemur að íbúalýðræði. Hann telur raunhæft að lækka skatta og gjöld án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. „Stóru málin hjá okkur eru skólamál, húsnæðismál og velferðarmál í víðum skilningi þessa orðs. Við leggjum einnig alltaf mikla áherslu á rekstrarmál. Borgarbúar reikna með því að reksturinn sé í lagi og vilja kannski ekki hafa hann sem kosningamál. En auðvitað er markmiðið að halda gjöldum í lágmarki og lækka skatta. Sé það möguleiki þá eigum við alltaf að stefna að því. Það á að vera stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka skatta. Það eru 18 sveitarfélög á Íslandi sem ekki eru að nýta hámarksútsvarið og af hverju ætti þá langstærsta sveitarfélagið, þar sem hægt er ná mikilli rekstrarhagkvæmni, ekki að geta lækkað útsvarið? Ég sé ekki annað en að það eigi að vera hægt og það þarf engan blóðugan niðurskurð í rekstri til að gera það. Tækifærin í því liggja mjög víða að mínu mati,“ segir Halldór.Auka lóðaframboð Halldór vill bregðast við húsnæðisvandanum með því að auka lóðaframboð. „Vinstri menn bjuggu til lóðaskort. Þeir hafa verið með skortstefnu í lóðamálum sem hefur haft þær afleðingar í för með sér að lóðakostnaður sem hlutfall af verði íbúðar í fjölbýli hefur farið úr 4 prósentum í 17 prósent. Það hækkar auðvitað kaupverð og leiguverð. Við viljum auka lóðaframboð allverulega og setja meira í hendur einkaðila bæði hvað varðar leigu og íbúðaframkvæmdir,“ segir Halldór. Hann segir að borgin eigi ekki að sjá um þessa hluti. „Það er ekki til verri leigusali og rekstraraðili heldur en sveitarfélag. Ég hef séð það í gegnum tíðina. Auðvitað verður borgin að sinna sínum félagslegu skyldum í gegnum félagsbústaði en það hefur hún reyndar ekki gert á þessu kjörtíambili. Við sjáum þarna mikil tækifæri til að virkja einkamarkaðinn og auka lóðaframboð til að lækka verð.“Betri valkosti fyrir borgarbúa Sjálfstæðismenn vilja beita sér fyrir auknu íbúalýðræði. „Grunnurinn að Betri Reykjavík þar sem fólk er að kjósa kemur frá tíð sjálfstæðismanna og við erum auðvitað áhugasöm um aukið íbúalýðræði. En mér sýnist margt af því sem borgarbúar eru að kjósa um í hverfum sé eitthvað sem ætti að vera sjálfsögð og eðlileg mál. Eitthvað sem borgin ætti bara að sinna og íbúar þyrftu ekki að kjósa um. Af hverju þarf fólk að kjósa um að fjarlægja ónýta girðingu á Geldinganesi ef það býr í Grafarvoginum? Ég myndi vilja sjá betri valkosti fyrir borgarbúa og mér finnst áhugavert að setja meira fjármagn í þetta þar sem íbúar geta forgangsraðað,“ segir Halldór.Bæta umhirðu Halldór vill bæta hreinsun og umhirðu í borginni. „Borgin er skítug. Það er ekki brugðist við nógu snemma, t.d. að sópa götur. Það var hér einn dagur um daginn þar sem mengunin var fjórum sinnum meiri en í Peking. Það mætti gera betur í grasslætti og svona almennri umhirðu. Stundum eru þetta kölluð smáu málin en eru auðvitað í augum borgarbúa risastór mál. Við ætlum að gera miklu betur í þessum málum.“ Halldór segir að hægt sé að virkja þá sem nú þiggja fjárhagsaðstoð og bjóða þeim vinnu við hreinsunarstörf. „Við erum með þá stefnu í velferðarmálum að við viljum hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Við sjáum fyrir okkur að geta boðið vinnufæru fólki sem þiggur fjárhagsaðstoð einhvers konar vinnu í staðinn fyrir að vera á fjárhagsaðstoð. Það er mjög mikilvægt. Reisn einstaklingsins verður meiri og fólki líður betur. Kostnaðurinn við að halda borginni hreinni mun þá aukast en það kemur út í minni kostnaði annars staðar,“ segir Halldór. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að bjóða þurfi borgarbúum upp á raunverulega valkosti þegar kemur að íbúalýðræði. Hann telur raunhæft að lækka skatta og gjöld án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. „Stóru málin hjá okkur eru skólamál, húsnæðismál og velferðarmál í víðum skilningi þessa orðs. Við leggjum einnig alltaf mikla áherslu á rekstrarmál. Borgarbúar reikna með því að reksturinn sé í lagi og vilja kannski ekki hafa hann sem kosningamál. En auðvitað er markmiðið að halda gjöldum í lágmarki og lækka skatta. Sé það möguleiki þá eigum við alltaf að stefna að því. Það á að vera stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka skatta. Það eru 18 sveitarfélög á Íslandi sem ekki eru að nýta hámarksútsvarið og af hverju ætti þá langstærsta sveitarfélagið, þar sem hægt er ná mikilli rekstrarhagkvæmni, ekki að geta lækkað útsvarið? Ég sé ekki annað en að það eigi að vera hægt og það þarf engan blóðugan niðurskurð í rekstri til að gera það. Tækifærin í því liggja mjög víða að mínu mati,“ segir Halldór.Auka lóðaframboð Halldór vill bregðast við húsnæðisvandanum með því að auka lóðaframboð. „Vinstri menn bjuggu til lóðaskort. Þeir hafa verið með skortstefnu í lóðamálum sem hefur haft þær afleðingar í för með sér að lóðakostnaður sem hlutfall af verði íbúðar í fjölbýli hefur farið úr 4 prósentum í 17 prósent. Það hækkar auðvitað kaupverð og leiguverð. Við viljum auka lóðaframboð allverulega og setja meira í hendur einkaðila bæði hvað varðar leigu og íbúðaframkvæmdir,“ segir Halldór. Hann segir að borgin eigi ekki að sjá um þessa hluti. „Það er ekki til verri leigusali og rekstraraðili heldur en sveitarfélag. Ég hef séð það í gegnum tíðina. Auðvitað verður borgin að sinna sínum félagslegu skyldum í gegnum félagsbústaði en það hefur hún reyndar ekki gert á þessu kjörtíambili. Við sjáum þarna mikil tækifæri til að virkja einkamarkaðinn og auka lóðaframboð til að lækka verð.“Betri valkosti fyrir borgarbúa Sjálfstæðismenn vilja beita sér fyrir auknu íbúalýðræði. „Grunnurinn að Betri Reykjavík þar sem fólk er að kjósa kemur frá tíð sjálfstæðismanna og við erum auðvitað áhugasöm um aukið íbúalýðræði. En mér sýnist margt af því sem borgarbúar eru að kjósa um í hverfum sé eitthvað sem ætti að vera sjálfsögð og eðlileg mál. Eitthvað sem borgin ætti bara að sinna og íbúar þyrftu ekki að kjósa um. Af hverju þarf fólk að kjósa um að fjarlægja ónýta girðingu á Geldinganesi ef það býr í Grafarvoginum? Ég myndi vilja sjá betri valkosti fyrir borgarbúa og mér finnst áhugavert að setja meira fjármagn í þetta þar sem íbúar geta forgangsraðað,“ segir Halldór.Bæta umhirðu Halldór vill bæta hreinsun og umhirðu í borginni. „Borgin er skítug. Það er ekki brugðist við nógu snemma, t.d. að sópa götur. Það var hér einn dagur um daginn þar sem mengunin var fjórum sinnum meiri en í Peking. Það mætti gera betur í grasslætti og svona almennri umhirðu. Stundum eru þetta kölluð smáu málin en eru auðvitað í augum borgarbúa risastór mál. Við ætlum að gera miklu betur í þessum málum.“ Halldór segir að hægt sé að virkja þá sem nú þiggja fjárhagsaðstoð og bjóða þeim vinnu við hreinsunarstörf. „Við erum með þá stefnu í velferðarmálum að við viljum hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Við sjáum fyrir okkur að geta boðið vinnufæru fólki sem þiggur fjárhagsaðstoð einhvers konar vinnu í staðinn fyrir að vera á fjárhagsaðstoð. Það er mjög mikilvægt. Reisn einstaklingsins verður meiri og fólki líður betur. Kostnaðurinn við að halda borginni hreinni mun þá aukast en það kemur út í minni kostnaði annars staðar,“ segir Halldór.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira