Undir hæl melludólga Snærós Sindradóttir skrifar 4. apríl 2014 21:49 Nýtt húsnæði Stígamót fluttu nýverið í nýtt húsnæði við Laugaveg 170. Þjónusta við vændiskonur hefur snarminnkað eftir að Kristínarhúsi var lokað.Fréttablaðið/daníel Síðan Kristínarhúsi var lokað í ársbyrjun hefur þjónusta við vændiskonur sem vilja komast úr aðstæðum sínum snarminnkað. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Jónsdóttir, talskonu Stígamóta, við kynningu ársskýrslu samtakanna á föstudag. Guðrún sagði að Stígamót hefðu reynt að fá stjórnvöld til að koma á fót verkefni til að aðstoða konur sem vilja losna úr vændi. „Við stungum upp á því við innanríkisráðherra og félagsmálaráðherra að komið yrði á fót miðlægu teymi sem aðstoðar konurnar betur en við gátum gert. Þær þurfa allar lögfræðiaðstoð, þær þurfa heilbrigðisaðstoð og félagsaðstoð og við gætum svo komið inn til að takast á við sjálft vændið.“ Guðrún segir að nú sé í raun enginn með málaflokkinn á sínum herðum. „Það er mikil hætta á að mansalsmál verði ósýnileg aftur því það er enginn sem heldur utan um þau eða ákveður miðlægt á hvaða þjónustu hver kona hefur rétt. Við viljum allra helst vinna með stjórnvöldum en það hefur ekki tekist í þessum málum og af því höfum við áhyggjur.“ Kristínarhúsi var komið á fót í september árið 2011. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir síðasta ár dvöldu ellefu konur og fimm börn í húsinu. Vandi þeirra var fjölþættari en starfskonur Stígamóta bjuggust við. „Hópurinn sem við fengum í húsið var miklu verr settur en við höfðum átt von á. Þar vorum við að glíma stanslaust við mikla fíkniefnaneyslu og alvarlega geðræna kvilla,“ segir Guðrún. Hún segir að erfitt hafi reynst að koma konunum undan melludólgum. „Íslensku konurnar voru undir hælnum á skipulögðum íslenskum glæpasamtökum og hinar erlendu undir bæði íslenskum og erlendum gengjum.“ Í ársskýrslu Stígamóta kemur þó fram að stærsta áskorunin hafi verið að sjá um þau börn sem komu í Kristínarhús með mæðrum sínum og oft hafi þurft að tilkynna barnaverndaryfirvöldum um alvarlega vanrækslu. Það hafi í þremur tilfellum leitt til þess að börn voru vistuð í tímabundið fóstur, fjarri mæðrum sínum. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Síðan Kristínarhúsi var lokað í ársbyrjun hefur þjónusta við vændiskonur sem vilja komast úr aðstæðum sínum snarminnkað. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Jónsdóttir, talskonu Stígamóta, við kynningu ársskýrslu samtakanna á föstudag. Guðrún sagði að Stígamót hefðu reynt að fá stjórnvöld til að koma á fót verkefni til að aðstoða konur sem vilja losna úr vændi. „Við stungum upp á því við innanríkisráðherra og félagsmálaráðherra að komið yrði á fót miðlægu teymi sem aðstoðar konurnar betur en við gátum gert. Þær þurfa allar lögfræðiaðstoð, þær þurfa heilbrigðisaðstoð og félagsaðstoð og við gætum svo komið inn til að takast á við sjálft vændið.“ Guðrún segir að nú sé í raun enginn með málaflokkinn á sínum herðum. „Það er mikil hætta á að mansalsmál verði ósýnileg aftur því það er enginn sem heldur utan um þau eða ákveður miðlægt á hvaða þjónustu hver kona hefur rétt. Við viljum allra helst vinna með stjórnvöldum en það hefur ekki tekist í þessum málum og af því höfum við áhyggjur.“ Kristínarhúsi var komið á fót í september árið 2011. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir síðasta ár dvöldu ellefu konur og fimm börn í húsinu. Vandi þeirra var fjölþættari en starfskonur Stígamóta bjuggust við. „Hópurinn sem við fengum í húsið var miklu verr settur en við höfðum átt von á. Þar vorum við að glíma stanslaust við mikla fíkniefnaneyslu og alvarlega geðræna kvilla,“ segir Guðrún. Hún segir að erfitt hafi reynst að koma konunum undan melludólgum. „Íslensku konurnar voru undir hælnum á skipulögðum íslenskum glæpasamtökum og hinar erlendu undir bæði íslenskum og erlendum gengjum.“ Í ársskýrslu Stígamóta kemur þó fram að stærsta áskorunin hafi verið að sjá um þau börn sem komu í Kristínarhús með mæðrum sínum og oft hafi þurft að tilkynna barnaverndaryfirvöldum um alvarlega vanrækslu. Það hafi í þremur tilfellum leitt til þess að börn voru vistuð í tímabundið fóstur, fjarri mæðrum sínum.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira