Lífið

Spjátrungar selja föt á fatamarkaði

Ragnar Ísleifur Bragason segir starfsmenn herrafataverslunarinnar vera hressir piltar.
Ragnar Ísleifur Bragason segir starfsmenn herrafataverslunarinnar vera hressir piltar.
„Við verðum með ýmsar gamlar gersemar úr herrafataversluninni,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason, starfsmaður og svonefndur smávörukóngur Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.

Verslunin undirbýr nú sinn þriðja fatamarkað á KEX Hosteli næstkomandi laugardag frá klukkan 12 til 17.

„Föt úr einkasafni starfsmanna verða einnig til sölu, en þar kennir ýmissa grasa,“ segir Ragnar og bætir því við að starfsmenn verslunarinnar séu einstaklega smekklega til fara.

„Þeir hafa verið að sanka að sér vönduðum fatnaði í gegnum árin,“ segir Ragnar. „En allt hefur sinn tíma og þeir hafa ákveðið að leyfa öðrum að njóta klæðanna.“

„Það hefur alltaf verið mikil umferð fólks,“ segir Ragnar, en þegar piltarnir opnuðu dyrnar að markaðnum í fyrra var töluverður hópur fólks mættur á svæðið. 

Fatamarkaðurinn í fyrra var mjög vel sóttur.
„KEX er líka svo góður vettvangur fyrir markaðinn þar sem staðurinn er svo nálægt versluninni,“ segir Ragnar. „Það þarf ekki að flytja fötin langt.“

Ragnar segir verðbilið vera mjög lágt miðað við gæði fatnaðarins. „Við erum að selja vörur frá eitt þúsund og upp í svona fimmtán þúsund krónur,“ segir Ragnar.

Ef marka má orð Ragnars um smekkvísi starfsmanna verslunarinnar þá verður ýmislegt að finna á markaðnum. „Þetta eru ljúfir strákar með húmorinn í lagi,“ segir Ragnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.