Ný stofnun sem hefur eftirlit með félagsþjónustu 2. apríl 2014 14:00 Stofnunin mun meðal annars hafa eftirlit með þjónustu sveitarfélaganna í barnaverndarmálum og veita þjónustuaðilum ráðgjöf. vísir/gva Skoðað verður á næstunni hvort ný stjórnsýslustofnun verði sett á stofn til að hafa umsjón með verkefnum ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk til að tryggja gæði þjónustunnar sem verið er að veita í málaflokkunum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynnti hugmyndina á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn síðastliðinn. „Vinna við mótun fjölskyldustefnu hefur lengi verið í gangi í ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði fyrir börn í vanda og ábendingar, sem við höfum fengið um að tryggja þurfi betur gæði og eftirlit í félagsþjónustunni almennt, varð til þess að ég taldi rétt að skipa starfshóp til að beina sjónum að þeim málum. Hópurinn mun skoða hvernig megi útfæra þetta betur og þá sérstaklega hugmyndina um nýja stjórnsýslustofnun sem tæki við þessu eftirlitshlutverki,“ segir Eygló.Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMHún segir að horft sé til danskrar fyrirmyndar en þar í landi starfar stofnunin Socialstyrelsen undir félagsmálaráðuneytinu. Ýmis verkefni sem hafa verið í höndum Barnaverndarstofu eða eru unnin innan velferðarráðuneytisins í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaga munu þá flytjast yfir til þessarar nýju stofnunar. Verkefnin eru túlkun laga, umsýsla og ráðgjöf við þá sem þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða og innflytjendur auk Íslendinga í vanda erlendis. „Sveitarfélögin hafa verið í auknum mæli að taka við verkefnum á sviði félagsþjónustunnar og hafa að mínu mati sinnt því mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti að tryggja að það sé gott eftirlit og gæði í þjónustunni sem er veitt um allt landið. Þetta er viðamikið verkefni og við þurfum að vanda okkur því við erum með viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu undir. Starfshópurinn mun því leita leiða til að ríkið geti stutt sem best við sveitarfélögin, eflt þau enn frekar, og þetta er ein hugmyndin,“ segir Eygló og bætir við að einnig verði lögð áhersla á snemmtæka íhlutun vegna vanda barna og unglinga þar sem horft verði til samstarfs við heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Skoðað verður á næstunni hvort ný stjórnsýslustofnun verði sett á stofn til að hafa umsjón með verkefnum ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk til að tryggja gæði þjónustunnar sem verið er að veita í málaflokkunum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynnti hugmyndina á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn síðastliðinn. „Vinna við mótun fjölskyldustefnu hefur lengi verið í gangi í ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði fyrir börn í vanda og ábendingar, sem við höfum fengið um að tryggja þurfi betur gæði og eftirlit í félagsþjónustunni almennt, varð til þess að ég taldi rétt að skipa starfshóp til að beina sjónum að þeim málum. Hópurinn mun skoða hvernig megi útfæra þetta betur og þá sérstaklega hugmyndina um nýja stjórnsýslustofnun sem tæki við þessu eftirlitshlutverki,“ segir Eygló.Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMHún segir að horft sé til danskrar fyrirmyndar en þar í landi starfar stofnunin Socialstyrelsen undir félagsmálaráðuneytinu. Ýmis verkefni sem hafa verið í höndum Barnaverndarstofu eða eru unnin innan velferðarráðuneytisins í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaga munu þá flytjast yfir til þessarar nýju stofnunar. Verkefnin eru túlkun laga, umsýsla og ráðgjöf við þá sem þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða og innflytjendur auk Íslendinga í vanda erlendis. „Sveitarfélögin hafa verið í auknum mæli að taka við verkefnum á sviði félagsþjónustunnar og hafa að mínu mati sinnt því mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti að tryggja að það sé gott eftirlit og gæði í þjónustunni sem er veitt um allt landið. Þetta er viðamikið verkefni og við þurfum að vanda okkur því við erum með viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu undir. Starfshópurinn mun því leita leiða til að ríkið geti stutt sem best við sveitarfélögin, eflt þau enn frekar, og þetta er ein hugmyndin,“ segir Eygló og bætir við að einnig verði lögð áhersla á snemmtæka íhlutun vegna vanda barna og unglinga þar sem horft verði til samstarfs við heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00
Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00
Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00