Ný stofnun sem hefur eftirlit með félagsþjónustu 2. apríl 2014 14:00 Stofnunin mun meðal annars hafa eftirlit með þjónustu sveitarfélaganna í barnaverndarmálum og veita þjónustuaðilum ráðgjöf. vísir/gva Skoðað verður á næstunni hvort ný stjórnsýslustofnun verði sett á stofn til að hafa umsjón með verkefnum ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk til að tryggja gæði þjónustunnar sem verið er að veita í málaflokkunum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynnti hugmyndina á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn síðastliðinn. „Vinna við mótun fjölskyldustefnu hefur lengi verið í gangi í ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði fyrir börn í vanda og ábendingar, sem við höfum fengið um að tryggja þurfi betur gæði og eftirlit í félagsþjónustunni almennt, varð til þess að ég taldi rétt að skipa starfshóp til að beina sjónum að þeim málum. Hópurinn mun skoða hvernig megi útfæra þetta betur og þá sérstaklega hugmyndina um nýja stjórnsýslustofnun sem tæki við þessu eftirlitshlutverki,“ segir Eygló.Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMHún segir að horft sé til danskrar fyrirmyndar en þar í landi starfar stofnunin Socialstyrelsen undir félagsmálaráðuneytinu. Ýmis verkefni sem hafa verið í höndum Barnaverndarstofu eða eru unnin innan velferðarráðuneytisins í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaga munu þá flytjast yfir til þessarar nýju stofnunar. Verkefnin eru túlkun laga, umsýsla og ráðgjöf við þá sem þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða og innflytjendur auk Íslendinga í vanda erlendis. „Sveitarfélögin hafa verið í auknum mæli að taka við verkefnum á sviði félagsþjónustunnar og hafa að mínu mati sinnt því mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti að tryggja að það sé gott eftirlit og gæði í þjónustunni sem er veitt um allt landið. Þetta er viðamikið verkefni og við þurfum að vanda okkur því við erum með viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu undir. Starfshópurinn mun því leita leiða til að ríkið geti stutt sem best við sveitarfélögin, eflt þau enn frekar, og þetta er ein hugmyndin,“ segir Eygló og bætir við að einnig verði lögð áhersla á snemmtæka íhlutun vegna vanda barna og unglinga þar sem horft verði til samstarfs við heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Skoðað verður á næstunni hvort ný stjórnsýslustofnun verði sett á stofn til að hafa umsjón með verkefnum ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk til að tryggja gæði þjónustunnar sem verið er að veita í málaflokkunum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynnti hugmyndina á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn síðastliðinn. „Vinna við mótun fjölskyldustefnu hefur lengi verið í gangi í ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði fyrir börn í vanda og ábendingar, sem við höfum fengið um að tryggja þurfi betur gæði og eftirlit í félagsþjónustunni almennt, varð til þess að ég taldi rétt að skipa starfshóp til að beina sjónum að þeim málum. Hópurinn mun skoða hvernig megi útfæra þetta betur og þá sérstaklega hugmyndina um nýja stjórnsýslustofnun sem tæki við þessu eftirlitshlutverki,“ segir Eygló.Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMHún segir að horft sé til danskrar fyrirmyndar en þar í landi starfar stofnunin Socialstyrelsen undir félagsmálaráðuneytinu. Ýmis verkefni sem hafa verið í höndum Barnaverndarstofu eða eru unnin innan velferðarráðuneytisins í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaga munu þá flytjast yfir til þessarar nýju stofnunar. Verkefnin eru túlkun laga, umsýsla og ráðgjöf við þá sem þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða og innflytjendur auk Íslendinga í vanda erlendis. „Sveitarfélögin hafa verið í auknum mæli að taka við verkefnum á sviði félagsþjónustunnar og hafa að mínu mati sinnt því mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti að tryggja að það sé gott eftirlit og gæði í þjónustunni sem er veitt um allt landið. Þetta er viðamikið verkefni og við þurfum að vanda okkur því við erum með viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu undir. Starfshópurinn mun því leita leiða til að ríkið geti stutt sem best við sveitarfélögin, eflt þau enn frekar, og þetta er ein hugmyndin,“ segir Eygló og bætir við að einnig verði lögð áhersla á snemmtæka íhlutun vegna vanda barna og unglinga þar sem horft verði til samstarfs við heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00
Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00
Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00