Ný stofnun sem hefur eftirlit með félagsþjónustu 2. apríl 2014 14:00 Stofnunin mun meðal annars hafa eftirlit með þjónustu sveitarfélaganna í barnaverndarmálum og veita þjónustuaðilum ráðgjöf. vísir/gva Skoðað verður á næstunni hvort ný stjórnsýslustofnun verði sett á stofn til að hafa umsjón með verkefnum ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk til að tryggja gæði þjónustunnar sem verið er að veita í málaflokkunum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynnti hugmyndina á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn síðastliðinn. „Vinna við mótun fjölskyldustefnu hefur lengi verið í gangi í ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði fyrir börn í vanda og ábendingar, sem við höfum fengið um að tryggja þurfi betur gæði og eftirlit í félagsþjónustunni almennt, varð til þess að ég taldi rétt að skipa starfshóp til að beina sjónum að þeim málum. Hópurinn mun skoða hvernig megi útfæra þetta betur og þá sérstaklega hugmyndina um nýja stjórnsýslustofnun sem tæki við þessu eftirlitshlutverki,“ segir Eygló.Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMHún segir að horft sé til danskrar fyrirmyndar en þar í landi starfar stofnunin Socialstyrelsen undir félagsmálaráðuneytinu. Ýmis verkefni sem hafa verið í höndum Barnaverndarstofu eða eru unnin innan velferðarráðuneytisins í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaga munu þá flytjast yfir til þessarar nýju stofnunar. Verkefnin eru túlkun laga, umsýsla og ráðgjöf við þá sem þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða og innflytjendur auk Íslendinga í vanda erlendis. „Sveitarfélögin hafa verið í auknum mæli að taka við verkefnum á sviði félagsþjónustunnar og hafa að mínu mati sinnt því mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti að tryggja að það sé gott eftirlit og gæði í þjónustunni sem er veitt um allt landið. Þetta er viðamikið verkefni og við þurfum að vanda okkur því við erum með viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu undir. Starfshópurinn mun því leita leiða til að ríkið geti stutt sem best við sveitarfélögin, eflt þau enn frekar, og þetta er ein hugmyndin,“ segir Eygló og bætir við að einnig verði lögð áhersla á snemmtæka íhlutun vegna vanda barna og unglinga þar sem horft verði til samstarfs við heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Skoðað verður á næstunni hvort ný stjórnsýslustofnun verði sett á stofn til að hafa umsjón með verkefnum ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Einnig myndi stofnunin hafa eftirlitshlutverk til að tryggja gæði þjónustunnar sem verið er að veita í málaflokkunum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kynnti hugmyndina á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn síðastliðinn. „Vinna við mótun fjölskyldustefnu hefur lengi verið í gangi í ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði fyrir börn í vanda og ábendingar, sem við höfum fengið um að tryggja þurfi betur gæði og eftirlit í félagsþjónustunni almennt, varð til þess að ég taldi rétt að skipa starfshóp til að beina sjónum að þeim málum. Hópurinn mun skoða hvernig megi útfæra þetta betur og þá sérstaklega hugmyndina um nýja stjórnsýslustofnun sem tæki við þessu eftirlitshlutverki,“ segir Eygló.Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMHún segir að horft sé til danskrar fyrirmyndar en þar í landi starfar stofnunin Socialstyrelsen undir félagsmálaráðuneytinu. Ýmis verkefni sem hafa verið í höndum Barnaverndarstofu eða eru unnin innan velferðarráðuneytisins í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaga munu þá flytjast yfir til þessarar nýju stofnunar. Verkefnin eru túlkun laga, umsýsla og ráðgjöf við þá sem þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða og innflytjendur auk Íslendinga í vanda erlendis. „Sveitarfélögin hafa verið í auknum mæli að taka við verkefnum á sviði félagsþjónustunnar og hafa að mínu mati sinnt því mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti að tryggja að það sé gott eftirlit og gæði í þjónustunni sem er veitt um allt landið. Þetta er viðamikið verkefni og við þurfum að vanda okkur því við erum með viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu undir. Starfshópurinn mun því leita leiða til að ríkið geti stutt sem best við sveitarfélögin, eflt þau enn frekar, og þetta er ein hugmyndin,“ segir Eygló og bætir við að einnig verði lögð áhersla á snemmtæka íhlutun vegna vanda barna og unglinga þar sem horft verði til samstarfs við heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00 Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00
Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Aldís Ósk Egilsdóttir var á meðferðarheimilum frá 13 til 18 ára aldurs. Hún vildi aldrei hætta í neyslu en segir stofnanirnar nauðsynlegar til að kippa börnum úr skaðlegum aðstæðum. Foreldrar barna í vanda segja inngripin þurfa að gerast fyrr og vera yfirgripsmeiri. 14. febrúar 2014 08:00
Börnin á brúninni: Hvað er hægt að gera? Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um börn sem eiga í alvarlegum geð- og fíknivanda. Ráðherra segir skipulagsleysi ríkja í málaflokknum. 17. febrúar 2014 08:00