Íslenskir hönnuðir í brennidepli 1. mars 2014 15:00 Að mati Theodóru hefur vantað sjónvarpsþátt um tísku- og hönnun enda gróskan mikil. MYND/VALLI Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá. HönnunarMars RFF Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá.
HönnunarMars RFF Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira