Ekki farin að finna fyrir neinu stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2014 06:00 í beinni frá Colorado. Erna og Jóhann Þór ræða við blaðamenn í gegnum Skype í vikunni. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, fylgist með. fréttablaðið/daníel Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv. Innlendar Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv.
Innlendar Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira