Innlent

Skógræktin fær 553 milljónir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Kapelluhrauni seldust fáar lóðir eftir hrun
Í Kapelluhrauni seldust fáar lóðir eftir hrun Fréttablaðið/Stefán
Hafnarfjarðarbær og Skógrækt ríkisins hafa náð samkomulagi um 553 milljóna króna bætur fyrir eignarnám bæjarfélagsins á 160 þúsund fermetra spildu Skógræktarinnar í Kapelluhrauni.

Bærinn tók landið eignarnámi undir byggingarlóðir árið 2008. Matsnefnd eignarnámsbóta sagði 2009 að greiða ætti 608 milljónir fyrir landið en bærinn undi því ekki og fékk mat „óvilhallra“ matsmanna sem í febrúar 2011 töldu landið hafa verið 400 milljóna króna virði vorið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×