Ekki geðþóttaákvörðun ráðuneytisins Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Jóhannes Þ. Skúlason segir að ummæli Sveins Arasonar eigi ekki við umfram sambærileg verkefni á vegum ráðuneytanna. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ummæli Sveins Arasonar, ríkisendurskoðanda, í Fréttablaðinu í gær um að jafnfræðis þurfi að gæta við úthlutanir á vegum stofnana ríkisins eða ráðuneyta, hafi verið almenns eðlis. Þau eigi ekki við umfram sambærileg verkefni á vegum ráðuneytanna. Um er að ræða úthlutun ráðuneytisins til verkefna sem lúta að húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. „Meirihlutinn af þessum pening, 175 milljónir af þessum 205, voru undir fjárlagalið frá síðasta kjörtímabili sem var úthlutað til ráðherranefndar um atvinnumál. Þetta eru peningar sem lágu eftir síðasta kjörtímabil og þeim hefur alltaf verið úthlutað á þennan hátt,“ segir Jóhannes Þór. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að peningarnir hafi ekki komið úr sjóði og hafi því ekki verið auglýstir. Peningarnir séu millifærðar fjárheimildir af fjárlagaliðum ráðuneytisins til Minjastofnunar Íslands. Að sögn Jóhannesar eru í öllum ráðuneytum fjárlagaliðir sem lúti samskonar lögmálum sem úthlutað sé úr án þess að sérstaklega sé auglýst eftir umsóknum eða fagnefndir séu skipaðar vegna úthlutana. Meirihluti verkefnanna hafi fengið styrki eftir ábendingar frá Minjastofnun, Þjóðminjasafni Íslands og formanni húsafriðunarnefndar og vísar hann því á bug að úthlutun tæplega helmings verkefnanna í kjördæmi forsætisráðherra hafi verið geðþóttaákvörðun ráðuneytisins. Aðspurður segir Sveinn Arason að Ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við fjárlagaliði hjá ráðuneytum og að ummæli hans í Fréttablaðinu eigi því við um úthlutun forsætisráðuneytisins. Allir eigi að geta sótt um fjármuni til verkefna þegar verið sé að ráðstafa ríkisfé. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ummæli Sveins Arasonar, ríkisendurskoðanda, í Fréttablaðinu í gær um að jafnfræðis þurfi að gæta við úthlutanir á vegum stofnana ríkisins eða ráðuneyta, hafi verið almenns eðlis. Þau eigi ekki við umfram sambærileg verkefni á vegum ráðuneytanna. Um er að ræða úthlutun ráðuneytisins til verkefna sem lúta að húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. „Meirihlutinn af þessum pening, 175 milljónir af þessum 205, voru undir fjárlagalið frá síðasta kjörtímabili sem var úthlutað til ráðherranefndar um atvinnumál. Þetta eru peningar sem lágu eftir síðasta kjörtímabil og þeim hefur alltaf verið úthlutað á þennan hátt,“ segir Jóhannes Þór. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að peningarnir hafi ekki komið úr sjóði og hafi því ekki verið auglýstir. Peningarnir séu millifærðar fjárheimildir af fjárlagaliðum ráðuneytisins til Minjastofnunar Íslands. Að sögn Jóhannesar eru í öllum ráðuneytum fjárlagaliðir sem lúti samskonar lögmálum sem úthlutað sé úr án þess að sérstaklega sé auglýst eftir umsóknum eða fagnefndir séu skipaðar vegna úthlutana. Meirihluti verkefnanna hafi fengið styrki eftir ábendingar frá Minjastofnun, Þjóðminjasafni Íslands og formanni húsafriðunarnefndar og vísar hann því á bug að úthlutun tæplega helmings verkefnanna í kjördæmi forsætisráðherra hafi verið geðþóttaákvörðun ráðuneytisins. Aðspurður segir Sveinn Arason að Ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við fjárlagaliði hjá ráðuneytum og að ummæli hans í Fréttablaðinu eigi því við um úthlutun forsætisráðuneytisins. Allir eigi að geta sótt um fjármuni til verkefna þegar verið sé að ráðstafa ríkisfé.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira