Reglur sjúkrasjóða stangast á við regluverk almannatrygginga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 09:00 Tryggingastofnun ríkisins telur úrskurð Úrskurðarnefndar tryggingamála ekki afturvirkan. Vísir/Vilhelm Úrskurður Úrskurðarnefndar Tryggingamála um tilhögun greiðslu endurhæfingarlífeyris setur Tryggingastofnun í talsverðan vanda. Málið er nú til skoðunar hjá Velferðarráðuneytinu og stofnuninni. Fréttablaðið greindi í gær frá úrskurði Úrskurðarnefndar Tryggingamála í máli konu sem fékk sjúkradagpeninga til 8. júní í fyrra en TR taldi að hún ætti ekki rétt á endurhæfingarlífeyri fyrr en 1. júlí. Konan var því bótalaus í 22 daga. Úrskuðarnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að greiða ætti lífeyrinn frá 9. júní eða degi eftir að hún varð bótalaus.Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar segir að í úrskurðurinn setji TR í töluverðan vanda. „Vandi okkar við úrlausn þessa verkefnis er að hér mætast annars vegar reglur sjúkrasjóða stéttarfélaga sem byggja á dagpeningum og hins vegar regluverk almannatrygginga þar sem byggt er á mánaðarréttinum,“ segir hún og bætir við að allar greiðslur sem Tryggingastofnun hefur með að gera séu byggðar upp á mánaðarréttindum en séu ekki í formi dagpeninga. Til grundvallar bótareikningi hvers mánaðar skuli leggja 1/12 af áætluðum tekjum ársins. Endurhífingalífeyrir sé tekjutengdur og ráðist greiðslur því af tekjum lífeyrisþega á mánaðargrundvelli. Sigríður Lillý segir að úrskurður Úrskurðarnefndar Tryggingarmála krefjist því grundvallabreytinga á greiðslufyrirkomulagi endurhæfingarlífeyris og sé málið til skoðunar hjá Velferðarráðuneytinu. „Fleira kemur til sem gerir stöðuna flókna. Skarist greiðslur sjúkrasjóða og Tryggingastofnunar innan mánaðarins geti það leitt til lægir heildargreiðslna til viðskiptavina. því sé afar mikilvægt að fara gaumgæfilega yfir þessi mál,“segir Sigríður Lillý. Tryggingastofnun fellst ekki á að úrskurðurinn verði afturvirkur.Magnús Nordahl yfirlögfræðingur Alþýðusambandsins hefur sagt að hann líti svo á að úrskurðurinn hafi ótvírætt fordæmisgildi og sé afturvirkur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Úrskurður Úrskurðarnefndar Tryggingamála um tilhögun greiðslu endurhæfingarlífeyris setur Tryggingastofnun í talsverðan vanda. Málið er nú til skoðunar hjá Velferðarráðuneytinu og stofnuninni. Fréttablaðið greindi í gær frá úrskurði Úrskurðarnefndar Tryggingamála í máli konu sem fékk sjúkradagpeninga til 8. júní í fyrra en TR taldi að hún ætti ekki rétt á endurhæfingarlífeyri fyrr en 1. júlí. Konan var því bótalaus í 22 daga. Úrskuðarnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að greiða ætti lífeyrinn frá 9. júní eða degi eftir að hún varð bótalaus.Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar segir að í úrskurðurinn setji TR í töluverðan vanda. „Vandi okkar við úrlausn þessa verkefnis er að hér mætast annars vegar reglur sjúkrasjóða stéttarfélaga sem byggja á dagpeningum og hins vegar regluverk almannatrygginga þar sem byggt er á mánaðarréttinum,“ segir hún og bætir við að allar greiðslur sem Tryggingastofnun hefur með að gera séu byggðar upp á mánaðarréttindum en séu ekki í formi dagpeninga. Til grundvallar bótareikningi hvers mánaðar skuli leggja 1/12 af áætluðum tekjum ársins. Endurhífingalífeyrir sé tekjutengdur og ráðist greiðslur því af tekjum lífeyrisþega á mánaðargrundvelli. Sigríður Lillý segir að úrskurður Úrskurðarnefndar Tryggingarmála krefjist því grundvallabreytinga á greiðslufyrirkomulagi endurhæfingarlífeyris og sé málið til skoðunar hjá Velferðarráðuneytinu. „Fleira kemur til sem gerir stöðuna flókna. Skarist greiðslur sjúkrasjóða og Tryggingastofnunar innan mánaðarins geti það leitt til lægir heildargreiðslna til viðskiptavina. því sé afar mikilvægt að fara gaumgæfilega yfir þessi mál,“segir Sigríður Lillý. Tryggingastofnun fellst ekki á að úrskurðurinn verði afturvirkur.Magnús Nordahl yfirlögfræðingur Alþýðusambandsins hefur sagt að hann líti svo á að úrskurðurinn hafi ótvírætt fordæmisgildi og sé afturvirkur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira