Engar aðgerðir gegn kennitöluflakki ári eftir tillögur stýrihóps Þorgils Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 08:13 Sviðsstjóri hjá embætti ríkisskattsjóra segir skynsamlegt að hægt sé að leysa upp félög sem ekki standa við skyldur sínar við skil ársreikninga til lengri tíma eða eru hætt starfsemi. Ári eftir að tillögur komu fram um aðgerðir gegn kennitöluflakki komu farm hefur ekkert gerst, en ráðherra segir að unnið sé fullum fetum að heildarlausn í málinu. Fréttablaðið/Stefán „Okkur undrar mjög hvað stjórnvöld og kerfið allt virðist vera þolinmótt gegn þessari brotastarfsemi sem kennitöluflakk er því að að okkar mati verður ríkissjóður af tugum milljarða á ári hverju vegna svona svindls og það eru miklir hagsmunir fyrir samfélagið allt að taka á þessu.“ Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, en sambandið tók þátt í vinnu starfshóps sem skilaði fyrir réttu ári tillögum að aðgerðum til að verjast kennitöluflakki. Kennitöluflakk felur í sér að fyrirtæki sem sér fram á gjaldþrot færir eignir sínar og rekstur í nýtt félag en skilur skuldirnar eftir á gömlu kennitölunni. Tillögurnar fólu í sér hert viðurlög, til að mynda að heimild til að slíta óvirkum félögum, sem ekki hafa skilað ársreikningum í þrjú ár, verði nýtt. Halldór segir að ASÍ hafi meðal annars fylgt málinu eftir með því að senda þremur ráðherrum greinargerð, í október síðastliðnum, þar sem taldar voru upp sextán tillögur að aðgerðum til úrbóta. „En við höfum nákvæmlega engin viðbrögð fengið.“Skúli Jónsson, sviðsstjóri skráasviðs hjá Ríkisskattstjóra, segir skynsamlegt að setja kraft í slíkar aðgerðir til að losna við félög sem ekki standa við skyldur sínar eða eru hætt starfsemi, enda fari í þau nokkur vinna, meðal annars í að áætla á þau skatt. „Félög sem ekki hafa fyrir því að skila inn ársreikningi þrjú ár í röð hafa ekki mikinn tilverurétt. Ef þau eru í einhvers konar vafasömum rekstri sem þau þora ekki að láta aðra vita um þá er samfélagið betur sett með að þau hverfi úr fyrirtækjaflórunni,“ segir Skúli og bætir við að um sé að ræða um 700 félög. „Það hefur verið krafa utan úr samfélaginu að tekið verði á þessum málum,“ Segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Í ljósi þess að þarna áttu aðkomu flestir aðilar vinnumarkaðarins voru þessar tillögur var þarna ákveðinn meðbyr sem hefði verið hægt að nýta,“ sagði Katrín og bætti því við að hún vonaðist til þess að ráðherra sýni á spilin sem fyrst. Í svari Viðskiptaráðs, sem tók einnig þátt í starfi stýrihópsins ásínum tíma, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að í tillögum starfshópsins hafi verið lagt til að ítarlegri greining færi fram á eðli og umfangi kennitöluflakks áður en lagabreytingartillögur yrðu lagðar fram hvað þann þátt varðar. „Greining af þessu tagi er afar mikilvæg til að hægt sé að vinna á þessari meinsemd sem kennitöluflakk hefur verið með sem markvissustum hætti. Það mætti því segja að okkur sé farið að lengja eftir því að þessi næstu skref verði stigin í ferlinu, fremur en að hjá okkur sé uppi krafa um aðgerðir. Ef lagabreytingar byggja ekki á sterkum gögnum og greiningum er líklegt að betur sé heima setið en af stað farið.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir starfshóp nú að störfum til að kortleggja málaflokkinn og sú vinna sé í fullum gangi. „Vandamálið er að það er ekkert til sem heitir kennitöluflakk í lögum. Hópurinn er nú að afla gagna til að átta sig á umfanginu og er að vinna með Hagstofu í því að greina vandann. Ég mun ekki koma með frumvarp á þessu vorþingi, en á von á stöðuskýrslu frá hópnum fljótlega.“ Hún útilokar ekki að heimildir til að slíta félögum sem trassa ársreikningaskil verði í lokatillögum, en áherslan sé á að ná sem best utan um verkefnið. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Okkur undrar mjög hvað stjórnvöld og kerfið allt virðist vera þolinmótt gegn þessari brotastarfsemi sem kennitöluflakk er því að að okkar mati verður ríkissjóður af tugum milljarða á ári hverju vegna svona svindls og það eru miklir hagsmunir fyrir samfélagið allt að taka á þessu.“ Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, en sambandið tók þátt í vinnu starfshóps sem skilaði fyrir réttu ári tillögum að aðgerðum til að verjast kennitöluflakki. Kennitöluflakk felur í sér að fyrirtæki sem sér fram á gjaldþrot færir eignir sínar og rekstur í nýtt félag en skilur skuldirnar eftir á gömlu kennitölunni. Tillögurnar fólu í sér hert viðurlög, til að mynda að heimild til að slíta óvirkum félögum, sem ekki hafa skilað ársreikningum í þrjú ár, verði nýtt. Halldór segir að ASÍ hafi meðal annars fylgt málinu eftir með því að senda þremur ráðherrum greinargerð, í október síðastliðnum, þar sem taldar voru upp sextán tillögur að aðgerðum til úrbóta. „En við höfum nákvæmlega engin viðbrögð fengið.“Skúli Jónsson, sviðsstjóri skráasviðs hjá Ríkisskattstjóra, segir skynsamlegt að setja kraft í slíkar aðgerðir til að losna við félög sem ekki standa við skyldur sínar eða eru hætt starfsemi, enda fari í þau nokkur vinna, meðal annars í að áætla á þau skatt. „Félög sem ekki hafa fyrir því að skila inn ársreikningi þrjú ár í röð hafa ekki mikinn tilverurétt. Ef þau eru í einhvers konar vafasömum rekstri sem þau þora ekki að láta aðra vita um þá er samfélagið betur sett með að þau hverfi úr fyrirtækjaflórunni,“ segir Skúli og bætir við að um sé að ræða um 700 félög. „Það hefur verið krafa utan úr samfélaginu að tekið verði á þessum málum,“ Segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Í ljósi þess að þarna áttu aðkomu flestir aðilar vinnumarkaðarins voru þessar tillögur var þarna ákveðinn meðbyr sem hefði verið hægt að nýta,“ sagði Katrín og bætti því við að hún vonaðist til þess að ráðherra sýni á spilin sem fyrst. Í svari Viðskiptaráðs, sem tók einnig þátt í starfi stýrihópsins ásínum tíma, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að í tillögum starfshópsins hafi verið lagt til að ítarlegri greining færi fram á eðli og umfangi kennitöluflakks áður en lagabreytingartillögur yrðu lagðar fram hvað þann þátt varðar. „Greining af þessu tagi er afar mikilvæg til að hægt sé að vinna á þessari meinsemd sem kennitöluflakk hefur verið með sem markvissustum hætti. Það mætti því segja að okkur sé farið að lengja eftir því að þessi næstu skref verði stigin í ferlinu, fremur en að hjá okkur sé uppi krafa um aðgerðir. Ef lagabreytingar byggja ekki á sterkum gögnum og greiningum er líklegt að betur sé heima setið en af stað farið.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir starfshóp nú að störfum til að kortleggja málaflokkinn og sú vinna sé í fullum gangi. „Vandamálið er að það er ekkert til sem heitir kennitöluflakk í lögum. Hópurinn er nú að afla gagna til að átta sig á umfanginu og er að vinna með Hagstofu í því að greina vandann. Ég mun ekki koma með frumvarp á þessu vorþingi, en á von á stöðuskýrslu frá hópnum fljótlega.“ Hún útilokar ekki að heimildir til að slíta félögum sem trassa ársreikningaskil verði í lokatillögum, en áherslan sé á að ná sem best utan um verkefnið.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent