Miður sín yfir sprengjuhótun Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2014 07:00 Viðbúnaðurinn var mikill á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunarinnar. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bár Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira