Miður sín yfir sprengjuhótun Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2014 07:00 Viðbúnaðurinn var mikill á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunarinnar. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bár Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira