Miður sín yfir sprengjuhótun Freyr Bjarnason skrifar 15. febrúar 2014 07:00 Viðbúnaðurinn var mikill á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunarinnar. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bár Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Tveir þrettán ára drengir stóðu á bak við fölsku sprengjuhótunina hjá flugfélaginu WOW Air fyrr í vikunni en ekki einn eins og fyrst kom fram í tilkynningu frá lögreglunni. Að sögn Jóhanns Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, greindi drengurinn sem fyrst var grunaður um verknaðinn frá því við yfirheyrslu að vinur hans hefði verið með honum. Hringdu þeir úr farsíma annars þeirra. „Þetta var bara stráksskapur í þeim. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því hvað þeir voru að gera og hvaða áhrif þetta hefði. Þeir voru ekkert að hugsa út í hvað fylgdi svona hringingu,“ segir Jóhann aðspurður. „Þeir voru mjög miður sín strákagreyin þegar þetta rann allt upp fyrir þeim.“ Hann segir að málið teljist núna upplýst og verður það ekki rannsakað frekar af lögreglunni. „Þeirra mál verður til afgreiðslu hjá barnaverndaryfirvöldum eftir því sem þörf er á. En það verður ekki meira aðhafst í því af okkar hálfu.“Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, segir að fulltrúi frá Barnavernd sé ávallt viðstaddur skýrslutökur hjá lögreglunni ef börn eru ósakhæf. „Þeim er ekki refsað en foreldrarnir geta þurft uppeldislegan stuðning,“ segir hún, spurð út í ferlið sem fer í gang. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar þjónustuveri WOW Air barst tilkynning um að sprengja væri um borð. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti. Rútur, lögreglubílar og slökkviliðsbílar voru á svæðinu, auk fjögurra sprengjuleitarmanna frá Landhelgisgæslunni, þar af eins vettvangsstjóra. 150 manns voru í flugvélinni og var þeim veitt áfallahjálp sem þurftu á að halda.Óvissa og stress vegna hótana Aðspurður segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunnar, mál sem þessi vera grafalvarleg. „Þetta er gríðarlegur kostnaður bæði fyrir flugfélagið og svo eru þetta óþægindi fyrir farþega. Eins og með gabbið í Faxaflóa er mikið af sjálfboðaliðum og öðrum sem starfa við þetta og leggja sig í hættu,“ segir Sigurður og bætir við að sem betur fer hafi þær sprengjuhótanir varðandi flugvélar sem hafi verið gerðar hér á landi verið gabb. Flestar hafi þær verið gerðar hjá erlendum flugfélögum. Sjálfur hefur hann tekið þátt í á annan tug aðgerða vegna slíkra gabba á jafnlöngum tíma. „Það er alltaf ákveðin óvissa og stress sem fylgir því að lenda í þessu frá því að vélin er komin inn til lendingar þar til búið að koma farþegunum út. Þá auðvitað léttir manni alltaf.“ Hann segir að útkallið vegna WOW Air-vélarinnar hafi verið óvenju stutt, eða fjórar klukkustundir. Mest hefur hann þurft að eyða á öðrum sólarhring í gabbútkall vegna flugvélar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira