Lífið

Með tæplega milljón fylgjendur á pinterest

Marín Manda skrifar
Hilma Önnudóttir
Hilma Önnudóttir
Hilma Önnudóttir heldur úti lífsstílsblogginu hilmaonnu.blogspot.dk. Hilma, sem býr í Danmörku, bloggar um ýmislegt sem vert er að fylgjast nánar með.

Hvort sem það er hönnun, matur, fatnaður, börn, ný trend eða litir, þá virðist sem aðdáendahópur hennar stækki ört. Hilma Berdino er til að mynda með tæpa milljón fylgjendur á Pinterest síðu sinni.

Annað sem að Lífið mælir með í þessari viku:

Facebook síðan

HuffPost Parents



Þessi síða inniheldur allt milli himins og jarðar fyrir foreldra sem vilja sanka að sér upplýsingum um barnauppeldi og fá ýmis ráð við hinu og þessu sem tengist börnum.

Smáforritið

Spirit junkie



Ef þú vilt verða hamingjusamasta manneskja veraldar þá er þetta app fyrir þig. Spirit Junkie er hugverk Gabrielle Bernstein markþjálfa og er einfalt í notkun. Appið pípir á þeim tímasetningum sem þú stillir og birtir fallegar og jákvæðar yfirlýsingar eða setningar sem áminningu um jákvætt hugarfar á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.