Varasjúkraflugvélar oft ekki til reiðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Mýflug annast rekstur flugvélar Flugmálastjórnar og notar hana sem varavél í sjúkraflugi. Ekki fæst afrit af samningum um leigu vélarinnar. Fréttablaðið/Pjetur Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Mýflugs skal varaflugvél ávalt vera til taks á Akureyrarflugvelli innan 105 mínútna frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Óvíst er að Mýflug uppfylli þetta ákvæði. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu féllust Sjúkratryggingar Íslands á það við endurnýjun samnings við Mýflug um sjúkraflug nú um áramótin að lækka kröfu á félagið um bankaábyrgð úr 88,5 milljónum króna í 44 milljónir. Ástæður voru sagðar vanefndalaus viðskipti frá upphafi og að Mýflug hefði tvær varasjúkraflugvélar. Varaflugvélarnar sem vísað er til eru annars vegar flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, sem félagið leigir af Isavia og hins vegar TF-NLB, sem er flugvél í eigu flugfélagsins Norlandair á Akureyri.Varavél í öðrum verkefnum Sem fyrr segir á varaflugvél ávallt að vera til taks innan við 105 mínútum frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Erfitt er að sjá að Mýflug uppfylli þetta því hinar vélararnar tvær eru alls ekki ávallt til taks og eru jafnvel erlendis. Í gögnum Mýflugs í útboði fyrir rúmu ári er vísað til samnings sem gerður var við Flugstoðir (síðar Isavia) árið 2008 „um rekstur flugvélar fyrirtækisins sem ætluð er til flugmælinga og annarra flugverkefna.“ Sú vél er sem sagt oft upptekin í verkefnum vítt og og breitt, jafnvel í Færeyjum og á Grænlandi. Að auki er sú vél í Reykjavík en ekki á Akureyrarflugvelli, þaðan sem sjúkraflugi er sinnt af sérþjálfuðum mannskap sjúkrahússins og slökkviliðsins og ýmis lífsnauðsynleg tæki eru staðsett.Fyrir viku sagði Fréttablaðið frá því að Sjúkratryggingar Íslands hefðu samþykkt að lækka kröfu um bankaábyrgð vegna sjúkraflugs Mýflugs um helming.Heiðursmannasakomulag um varaflugvél Enn síður virðist vél Norlandair vera til taks fyrir Mýflug fyrirvaralaust enda hefur enginn formlegur samningur verið um slíkt og sú vél er í margvíslegum verkefnum hjá Norlandair. „Það er bara heiðursmannasamkomulag milli mín og Leifs [Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs]. Alveg eins og hann hjálpar mér þá hjálpa ég honum. Þetta hefur allt gengið þokkalega vel,“ segir Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair. Umrædd flugvél Norlandair er útbúin sjúkraflutningabúnaði en hún er fjarri því alltaf til reiðu fyrir Mýflug. „Við erum náttúrulega að nota hana fyrir okkur. Við erum með samning við Air Greenland um að sjá um sjúkraflug milli Íslands og Grænlands og milli Íslands og Danmerkur,“ segir hann. TF-NLB er auk þess í ýmsu öðru farþega- og leiguflugi hjá Norlandair.„Nánast hægt að ganga á milli flugvéla“ Miðað við framangreint stenst vart sú mynd sem Mýflug dregur upp af stöðu varaflugvélanna í gögnum sínum í útboðinu í nóvember 2012: „Önnur er jafnan staðsett á Akureyri (TF-NLB) en hin í Reykjavík (TF-FMS). Veitir þetta einstakt rekstraröryggi þar sem varaflugvél er staðsett á báðum helstu flugvöllum verkefnisins og því nánast hægt að ganga á milli flugvéla hvort heldur er á Akureyri eða í Reykjavík og halda áfram flugi komi til þess að aðalflugvélin bili.“ Þess má geta að Isavia hefur neitað beiðni Fréttablaðsins um afrit af samningum sínum við Mýflug um leigu á TF-FMS og um þjónustu flugfélagsins við stofnunina. Sagt er að upplýsingalögin veiti aðgang að gögnum hjá Isavia fyrir 1. júlí 2013 og að Isavia veiti ekki aðgang að gögnum er varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Mýflugs skal varaflugvél ávalt vera til taks á Akureyrarflugvelli innan 105 mínútna frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Óvíst er að Mýflug uppfylli þetta ákvæði. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu féllust Sjúkratryggingar Íslands á það við endurnýjun samnings við Mýflug um sjúkraflug nú um áramótin að lækka kröfu á félagið um bankaábyrgð úr 88,5 milljónum króna í 44 milljónir. Ástæður voru sagðar vanefndalaus viðskipti frá upphafi og að Mýflug hefði tvær varasjúkraflugvélar. Varaflugvélarnar sem vísað er til eru annars vegar flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, sem félagið leigir af Isavia og hins vegar TF-NLB, sem er flugvél í eigu flugfélagsins Norlandair á Akureyri.Varavél í öðrum verkefnum Sem fyrr segir á varaflugvél ávallt að vera til taks innan við 105 mínútum frá því beiðni berst ef aðalflugvélin er upptekin í öðru sjúkraflugi. Erfitt er að sjá að Mýflug uppfylli þetta því hinar vélararnar tvær eru alls ekki ávallt til taks og eru jafnvel erlendis. Í gögnum Mýflugs í útboði fyrir rúmu ári er vísað til samnings sem gerður var við Flugstoðir (síðar Isavia) árið 2008 „um rekstur flugvélar fyrirtækisins sem ætluð er til flugmælinga og annarra flugverkefna.“ Sú vél er sem sagt oft upptekin í verkefnum vítt og og breitt, jafnvel í Færeyjum og á Grænlandi. Að auki er sú vél í Reykjavík en ekki á Akureyrarflugvelli, þaðan sem sjúkraflugi er sinnt af sérþjálfuðum mannskap sjúkrahússins og slökkviliðsins og ýmis lífsnauðsynleg tæki eru staðsett.Fyrir viku sagði Fréttablaðið frá því að Sjúkratryggingar Íslands hefðu samþykkt að lækka kröfu um bankaábyrgð vegna sjúkraflugs Mýflugs um helming.Heiðursmannasakomulag um varaflugvél Enn síður virðist vél Norlandair vera til taks fyrir Mýflug fyrirvaralaust enda hefur enginn formlegur samningur verið um slíkt og sú vél er í margvíslegum verkefnum hjá Norlandair. „Það er bara heiðursmannasamkomulag milli mín og Leifs [Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs]. Alveg eins og hann hjálpar mér þá hjálpa ég honum. Þetta hefur allt gengið þokkalega vel,“ segir Friðrik Adolfsson, framkvæmdastjóri Norlandair. Umrædd flugvél Norlandair er útbúin sjúkraflutningabúnaði en hún er fjarri því alltaf til reiðu fyrir Mýflug. „Við erum náttúrulega að nota hana fyrir okkur. Við erum með samning við Air Greenland um að sjá um sjúkraflug milli Íslands og Grænlands og milli Íslands og Danmerkur,“ segir hann. TF-NLB er auk þess í ýmsu öðru farþega- og leiguflugi hjá Norlandair.„Nánast hægt að ganga á milli flugvéla“ Miðað við framangreint stenst vart sú mynd sem Mýflug dregur upp af stöðu varaflugvélanna í gögnum sínum í útboðinu í nóvember 2012: „Önnur er jafnan staðsett á Akureyri (TF-NLB) en hin í Reykjavík (TF-FMS). Veitir þetta einstakt rekstraröryggi þar sem varaflugvél er staðsett á báðum helstu flugvöllum verkefnisins og því nánast hægt að ganga á milli flugvéla hvort heldur er á Akureyri eða í Reykjavík og halda áfram flugi komi til þess að aðalflugvélin bili.“ Þess má geta að Isavia hefur neitað beiðni Fréttablaðsins um afrit af samningum sínum við Mýflug um leigu á TF-FMS og um þjónustu flugfélagsins við stofnunina. Sagt er að upplýsingalögin veiti aðgang að gögnum hjá Isavia fyrir 1. júlí 2013 og að Isavia veiti ekki aðgang að gögnum er varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira