Ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir ferðamenn á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 20. janúar 2014 07:00 Ferðamenn leita ævintýra víða og því fylgja slys með tilheyrandi hættu fyrir björgunarfólk, auk mikils kostnaðar. Fréttablaðið/vilhelm Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent