Heppin að fá að deila sviði með Fleming Ugla Egilsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Dísella „Þessi æðislega ópera er í raun sagan um litlu hafmeyjuna,“ segir söngdívan Dísella um óperuna Rusölku eftir Dvorák, þar sem hún fer með hlutverk skógardísar. fréttablaðið/Vilhelm Hjördís Elín Lárusdóttur, sem er betur þekkt sem Dísella Lárusdóttir, er á æfingu í Metropolitan-óperunni þegar blaðamaður Fréttablaðsins hringir í hana. Hún kveðst vera í fullum skrúða, í grænum búningi með perlum. Hún er um þessar mundir við æfingar á óperunni Rusölku eftir Dvorák. Í aðalhlutverki sýningarinnar er hin heimsfræga óperusöngkona Renée Fleming. „Þessi æðislega ópera er í raun sagan um litlu hafmeyjuna eftir Hans Christian Andersen. Hún endar ekki eins vel og Disney-útgáfan, sækir meira í gamla ævintýrið eftir H.C. Andersen. Rusalka er hafmeyjan sem er flutt af Renée Fleming. Þarna er líka vatnaskrímsli og þrjár skógardísir og ég fer með hlutverk einnar skógardísarinnar.“ Dísella er þakklát fyrir tækifærið til að fá að taka þátt í óperunni. „Nógu stórfenglegt er að fá að syngja á þessu sviði en að fá að deila því með Renée Fleming er ennþá betra! Hún er átrúnaðargoðið mitt. Þetta þýðir auðvitað að fólk sækir í nafnið hennar, sækist eftir að sjá sýningar með henni. Í leiðinni sér það mig sem er mikil auglýsing fyrir mig. Þá er eins gott að klúðra því ekki.“ Dísella segir æfingahraðann á sýningum í óperuhúsinu vera mikinn. „Við byrjuðum að æfa fyrir þremur vikum. Síðan var fyrsta hljómsveitaræfing í gær, forsýning á mánudaginn og frumsýningin næsta fimmtudag.“ Þótt Rusalka sé sýnd í New York gefst Íslendingum kostur á að sjá sýninguna „Metropolitan-óperan stendur fyrir beinum útsendingum á völdum sýningum um allan heim, þar á meðal á Rusölku þann 8. febrúar. Það verður því hægt að sjá þessa sýningu í beinni útsendingu á Íslandi í Kringlubíói.“ Hún telur að þeir sem hafa áhuga á leikhúsi eða sviðsetningu gætu haft áhuga á sýningunni. „Það hafa kannski ekki allir áhuga á óperu en settið er mjög fallegt. Þetta er ævintýraleg sýning.“ Dísella hefur verið viðloðandi Bandaríkin síðustu ár og nú er hún búsett í Harlem í New York. „Ég er sjaldan í fríi, en þegar ég er í fríi er auðvitað gaman að líta í kringum sig í borginni. Ég bý í Harlem sem hefur verið í mikilli uppbyggingu, frábært hverfi sem er aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá vinnunni, en það er hins vegar alræmd dópgata við hliðina á okkur. Okkur var sagt þegar við fluttum hingað: „Hvað sem þið gerið, ekki fara niður þessa götu,“ þannig að við sleppum því bara, annars fínt hverfi.“ Dísella er alltaf með annan fótinn á Íslandi. „Ég segi aldrei að ég búi í New York þótt ég sé að vinna hér. Ég á íbúð heima og planið er alltaf að vera meira þar en það er erfitt að plana hlutina fyrirfram í þessu söngvaralífi. Það er reyndar búið að vera ansi stabílt í ár. Ég sé fram á að geta verið meira heima á næsta ári en það er ekki alveg komið á hreint.“ Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Hjördís Elín Lárusdóttur, sem er betur þekkt sem Dísella Lárusdóttir, er á æfingu í Metropolitan-óperunni þegar blaðamaður Fréttablaðsins hringir í hana. Hún kveðst vera í fullum skrúða, í grænum búningi með perlum. Hún er um þessar mundir við æfingar á óperunni Rusölku eftir Dvorák. Í aðalhlutverki sýningarinnar er hin heimsfræga óperusöngkona Renée Fleming. „Þessi æðislega ópera er í raun sagan um litlu hafmeyjuna eftir Hans Christian Andersen. Hún endar ekki eins vel og Disney-útgáfan, sækir meira í gamla ævintýrið eftir H.C. Andersen. Rusalka er hafmeyjan sem er flutt af Renée Fleming. Þarna er líka vatnaskrímsli og þrjár skógardísir og ég fer með hlutverk einnar skógardísarinnar.“ Dísella er þakklát fyrir tækifærið til að fá að taka þátt í óperunni. „Nógu stórfenglegt er að fá að syngja á þessu sviði en að fá að deila því með Renée Fleming er ennþá betra! Hún er átrúnaðargoðið mitt. Þetta þýðir auðvitað að fólk sækir í nafnið hennar, sækist eftir að sjá sýningar með henni. Í leiðinni sér það mig sem er mikil auglýsing fyrir mig. Þá er eins gott að klúðra því ekki.“ Dísella segir æfingahraðann á sýningum í óperuhúsinu vera mikinn. „Við byrjuðum að æfa fyrir þremur vikum. Síðan var fyrsta hljómsveitaræfing í gær, forsýning á mánudaginn og frumsýningin næsta fimmtudag.“ Þótt Rusalka sé sýnd í New York gefst Íslendingum kostur á að sjá sýninguna „Metropolitan-óperan stendur fyrir beinum útsendingum á völdum sýningum um allan heim, þar á meðal á Rusölku þann 8. febrúar. Það verður því hægt að sjá þessa sýningu í beinni útsendingu á Íslandi í Kringlubíói.“ Hún telur að þeir sem hafa áhuga á leikhúsi eða sviðsetningu gætu haft áhuga á sýningunni. „Það hafa kannski ekki allir áhuga á óperu en settið er mjög fallegt. Þetta er ævintýraleg sýning.“ Dísella hefur verið viðloðandi Bandaríkin síðustu ár og nú er hún búsett í Harlem í New York. „Ég er sjaldan í fríi, en þegar ég er í fríi er auðvitað gaman að líta í kringum sig í borginni. Ég bý í Harlem sem hefur verið í mikilli uppbyggingu, frábært hverfi sem er aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá vinnunni, en það er hins vegar alræmd dópgata við hliðina á okkur. Okkur var sagt þegar við fluttum hingað: „Hvað sem þið gerið, ekki fara niður þessa götu,“ þannig að við sleppum því bara, annars fínt hverfi.“ Dísella er alltaf með annan fótinn á Íslandi. „Ég segi aldrei að ég búi í New York þótt ég sé að vinna hér. Ég á íbúð heima og planið er alltaf að vera meira þar en það er erfitt að plana hlutina fyrirfram í þessu söngvaralífi. Það er reyndar búið að vera ansi stabílt í ár. Ég sé fram á að geta verið meira heima á næsta ári en það er ekki alveg komið á hreint.“
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira