Heppin að fá að deila sviði með Fleming Ugla Egilsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Dísella „Þessi æðislega ópera er í raun sagan um litlu hafmeyjuna,“ segir söngdívan Dísella um óperuna Rusölku eftir Dvorák, þar sem hún fer með hlutverk skógardísar. fréttablaðið/Vilhelm Hjördís Elín Lárusdóttur, sem er betur þekkt sem Dísella Lárusdóttir, er á æfingu í Metropolitan-óperunni þegar blaðamaður Fréttablaðsins hringir í hana. Hún kveðst vera í fullum skrúða, í grænum búningi með perlum. Hún er um þessar mundir við æfingar á óperunni Rusölku eftir Dvorák. Í aðalhlutverki sýningarinnar er hin heimsfræga óperusöngkona Renée Fleming. „Þessi æðislega ópera er í raun sagan um litlu hafmeyjuna eftir Hans Christian Andersen. Hún endar ekki eins vel og Disney-útgáfan, sækir meira í gamla ævintýrið eftir H.C. Andersen. Rusalka er hafmeyjan sem er flutt af Renée Fleming. Þarna er líka vatnaskrímsli og þrjár skógardísir og ég fer með hlutverk einnar skógardísarinnar.“ Dísella er þakklát fyrir tækifærið til að fá að taka þátt í óperunni. „Nógu stórfenglegt er að fá að syngja á þessu sviði en að fá að deila því með Renée Fleming er ennþá betra! Hún er átrúnaðargoðið mitt. Þetta þýðir auðvitað að fólk sækir í nafnið hennar, sækist eftir að sjá sýningar með henni. Í leiðinni sér það mig sem er mikil auglýsing fyrir mig. Þá er eins gott að klúðra því ekki.“ Dísella segir æfingahraðann á sýningum í óperuhúsinu vera mikinn. „Við byrjuðum að æfa fyrir þremur vikum. Síðan var fyrsta hljómsveitaræfing í gær, forsýning á mánudaginn og frumsýningin næsta fimmtudag.“ Þótt Rusalka sé sýnd í New York gefst Íslendingum kostur á að sjá sýninguna „Metropolitan-óperan stendur fyrir beinum útsendingum á völdum sýningum um allan heim, þar á meðal á Rusölku þann 8. febrúar. Það verður því hægt að sjá þessa sýningu í beinni útsendingu á Íslandi í Kringlubíói.“ Hún telur að þeir sem hafa áhuga á leikhúsi eða sviðsetningu gætu haft áhuga á sýningunni. „Það hafa kannski ekki allir áhuga á óperu en settið er mjög fallegt. Þetta er ævintýraleg sýning.“ Dísella hefur verið viðloðandi Bandaríkin síðustu ár og nú er hún búsett í Harlem í New York. „Ég er sjaldan í fríi, en þegar ég er í fríi er auðvitað gaman að líta í kringum sig í borginni. Ég bý í Harlem sem hefur verið í mikilli uppbyggingu, frábært hverfi sem er aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá vinnunni, en það er hins vegar alræmd dópgata við hliðina á okkur. Okkur var sagt þegar við fluttum hingað: „Hvað sem þið gerið, ekki fara niður þessa götu,“ þannig að við sleppum því bara, annars fínt hverfi.“ Dísella er alltaf með annan fótinn á Íslandi. „Ég segi aldrei að ég búi í New York þótt ég sé að vinna hér. Ég á íbúð heima og planið er alltaf að vera meira þar en það er erfitt að plana hlutina fyrirfram í þessu söngvaralífi. Það er reyndar búið að vera ansi stabílt í ár. Ég sé fram á að geta verið meira heima á næsta ári en það er ekki alveg komið á hreint.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Hjördís Elín Lárusdóttur, sem er betur þekkt sem Dísella Lárusdóttir, er á æfingu í Metropolitan-óperunni þegar blaðamaður Fréttablaðsins hringir í hana. Hún kveðst vera í fullum skrúða, í grænum búningi með perlum. Hún er um þessar mundir við æfingar á óperunni Rusölku eftir Dvorák. Í aðalhlutverki sýningarinnar er hin heimsfræga óperusöngkona Renée Fleming. „Þessi æðislega ópera er í raun sagan um litlu hafmeyjuna eftir Hans Christian Andersen. Hún endar ekki eins vel og Disney-útgáfan, sækir meira í gamla ævintýrið eftir H.C. Andersen. Rusalka er hafmeyjan sem er flutt af Renée Fleming. Þarna er líka vatnaskrímsli og þrjár skógardísir og ég fer með hlutverk einnar skógardísarinnar.“ Dísella er þakklát fyrir tækifærið til að fá að taka þátt í óperunni. „Nógu stórfenglegt er að fá að syngja á þessu sviði en að fá að deila því með Renée Fleming er ennþá betra! Hún er átrúnaðargoðið mitt. Þetta þýðir auðvitað að fólk sækir í nafnið hennar, sækist eftir að sjá sýningar með henni. Í leiðinni sér það mig sem er mikil auglýsing fyrir mig. Þá er eins gott að klúðra því ekki.“ Dísella segir æfingahraðann á sýningum í óperuhúsinu vera mikinn. „Við byrjuðum að æfa fyrir þremur vikum. Síðan var fyrsta hljómsveitaræfing í gær, forsýning á mánudaginn og frumsýningin næsta fimmtudag.“ Þótt Rusalka sé sýnd í New York gefst Íslendingum kostur á að sjá sýninguna „Metropolitan-óperan stendur fyrir beinum útsendingum á völdum sýningum um allan heim, þar á meðal á Rusölku þann 8. febrúar. Það verður því hægt að sjá þessa sýningu í beinni útsendingu á Íslandi í Kringlubíói.“ Hún telur að þeir sem hafa áhuga á leikhúsi eða sviðsetningu gætu haft áhuga á sýningunni. „Það hafa kannski ekki allir áhuga á óperu en settið er mjög fallegt. Þetta er ævintýraleg sýning.“ Dísella hefur verið viðloðandi Bandaríkin síðustu ár og nú er hún búsett í Harlem í New York. „Ég er sjaldan í fríi, en þegar ég er í fríi er auðvitað gaman að líta í kringum sig í borginni. Ég bý í Harlem sem hefur verið í mikilli uppbyggingu, frábært hverfi sem er aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá vinnunni, en það er hins vegar alræmd dópgata við hliðina á okkur. Okkur var sagt þegar við fluttum hingað: „Hvað sem þið gerið, ekki fara niður þessa götu,“ þannig að við sleppum því bara, annars fínt hverfi.“ Dísella er alltaf með annan fótinn á Íslandi. „Ég segi aldrei að ég búi í New York þótt ég sé að vinna hér. Ég á íbúð heima og planið er alltaf að vera meira þar en það er erfitt að plana hlutina fyrirfram í þessu söngvaralífi. Það er reyndar búið að vera ansi stabílt í ár. Ég sé fram á að geta verið meira heima á næsta ári en það er ekki alveg komið á hreint.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira