Enski boltinn

Alvöru eldskírn hjá Solskjær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær er kominn til Englands á ný.
Ole Gunnar Solskjær er kominn til Englands á ný.
Ole Gunnar Solskjær hefur nú verið treyst fyrir því verkefni að halda nýliðum Cardiff City uppi í ensku úrvalsdeildinni en liðið er nú aðeins einu stigi frá fallsæti.

Liðið leikur í ensku bikarkeppninni í dag en eftir það bíða Solskjærs og félaga fimm afar erfiðir leikir sem gætu skipt sköpum fyrir framhaldið.

Solskjær þarf að búa sína menn undir tvö erfið ferðalög til Manchester-borgar, þar á meðal á Old Trafford þar sem hann stýrir liðinu gegn sínu gamla félagi.

Þar að auki bíða liðsins tveir fallbaráttuslagir á heimavelli auk rimmu gegn erkifjendunum í Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×