Enski boltinn

Moyes ætlar að reyna fá Pogba til baka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Pogba í leik með Juve.
Paul Pogba í leik með Juve. nordicphotos/getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar greinilega að styrkja leikmannahópinn í janúar en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi á tímabilinu.

Samkvæmt heimildum Daily Mail eiga forráðamenn Man. Utd. að vera í viðræðum við Juventus um kaup á tveimur leikmönnum, þá Paul Pogba og Arturo Vidal.

Stjórinn var viðstaddur á leik Juventus og Cagliari á sunnudaginn og eftir leikinn hófust strax viðræður. United gæti boðið 40 milljónir punda í Pogba sem yfirgaf liðið fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×