Enski boltinn

Messan: Markið sem átti alltaf að standa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Messan með þeim Guðmundur Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni var á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi og ræddu þeir félagar meðal annars um markið sem var dæmt af Newcastle gegn Manchester City.

Cheick Tioté, leikmaður Newcastle, skoraði ótrúlegt mark í umræddum leik og allir á vellinum stóðu í þeirri meiningu að heimamenn hefðu þá jafnað leikinn í 1-1.

Markið var dæmt af af þeirri ástæðu að þrír leikmenn Newcastle voru í rangstöðu þegar skotið kom en enginn af þeim hafði í raun áhrif á leikinn.

Ákvörðun dómarans var í meira lagi umdeild og má sjá greiningu á atvikinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×