Enski boltinn

Gardner skaut Sunderland áfram í bikarnum

Gardner skorar sigurmark leiksins.
Gardner skorar sigurmark leiksins. vísir/getty
Sunderland varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar.

Sunderland vann þá góðan heimasigur, 1-0, á Southampton. Það var Craig Gardner sem skoraði eina mark leiksins.

Southampton-menn fengu sín færi í leiknum en náðu ekki að nýta þau. Þeir geta því farið að einbeita sér að deildinni.

Fleiri leikir verða í bikarnum í dag og stórleikur dagsins er viðureign Man. City og Chelsea sem hefst klukkan 17.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×