Enski boltinn

Sögurnar af Özil ýktar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Fjölmiðlafulltrúi Mesut Özil segir ólíklegt að kappinn verði kærður fyrir að aka á ljósmyndara með bíl sínum.

Fjölmiðlar ytra greindu frá því fyrir skömmu að Özil, sem leikur með Arsenal, hefði lent í útistöðum við ljósmyndara í Lundúnum á föstudagskvöldið. Var hann sakaður um að hafa ekið á hann.

Roland Eitel sagði við þýska fjölmiðla að fyrstu fréttir af málinu hefðu ekki verið gefið rétta mynd af því sem gerðist.

„Þegar Mesut kom heim til sín á föstudaginn með vini sínum biðu hans nokkrir ljósmyndarar. Einn þeirra elti bílinn, lamdi hann og eyðilagði hliðarspegilinn á bínum.“

Özil hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar með Arsenal að undanförnu og missti af 4-1 sigri liðsins á Sunderland um helgina.


Tengdar fréttir

Özil baðst afsökunar á vítaklúðrinu

Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, bað stuðningsmenn félagsins afsökunar fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í upphafi fyrri leiksins á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×