Þetta hefur verið skrautlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson verður í liði Cardiff sem mætir Newcastle í ensku bikarkeppninni í dag. nordicphotos/getty Það hefur gengið á ýmsu hjá nýliðum Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í haust. Eftir þokkalega byrjun fór að halla undan fæti og eftir 3-0 tap fyrir Southampton á heimavelli var knattspyrnustjóranum Malky Mackay sagt upp störfum. Það hafði reyndar átt sér langan aðdraganda sem fól meðal annars í sér opinbera rimmu eigandans Vincents Tan við Mackay. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Molde í Noregi og fyrrum stórstjarna Manchester United, var ráðinn í stað Mackay í fyrradag. Tan og félagar vonast til að sú ráðning dugi til að lægja óánægjuöldurnar í kringum félagið og gleðja stuðningsmennina á ný. Mehmet Dalman, stjórnarformaður félagsins, gekk svo langt í gær að biðjast formlega afsökunar á þeim skrípaleik sem hafði átt sér stað utan vallar síðustu daga og vikur. „Þetta hefur verið ansi skrautlegt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Hér hefur ríkt algjör ringulreið og verður að segjast að það hefur verið lélega að þessu staðið öllu saman. Við leikmenn viljum fyrst og fremst einbeita okkur að fótbolta og vonandi náum við að snúa genginu okkur í hag nú þegar búið er að ráða nýjan stjóra,“ bætir Aron Einar við. Cardiff er í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og einu stigi frá fallsæti. Fram undan eru erfiðir leikir í deildinni en í dag fá lærisveinar Solskjærs tækifæri til að takast á við nýja áskorun er liðið mætir Newcastle í ensku bikarkeppninni. Aron Einar fékk að vita í gær að hann verður í byrjunarliði Cardiff í Newcastle í dag. „Ég er mjög ánægður með það enda vil ég spila hverja einustu mínútu,“ segir Aron sem hefur mátt sætta sig við þó nokkra bekkjarsetu eftir að hafa verið í stóru hlutverki í upphafi tímabilsins. „Ég viðurkenni fúslega að sjálfstraustið hefur verið meira. En svona hefur þetta verið og ég hef reynt að gera mitt besta til að komast aftur í liðið,“ segir Aron Einar sem ræddi stuttlega við Solskjær í gær. „Honum líst vel á íslenska knattspyrnumenn og talaði vel um árangur landsliðsins. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig leikmenn hann vill hafa í sínu liði. Ég er ekkert að stressa mig á því og verð sáttur ef ég fæ að spila.“ Aron Einar segir að Solskjær hafi komið með einföld skilaboð inn í leikmannahópinn. „Hann vill spila skemmtilegan fótbolta og það finnst mér jákvætt. Við erum með flotta leikmenn og eigum að vera með fleiri stig en taflan sýnir. Það er því ekkert annað að gera en að horfa fram á veginn jákvæðum augum.“ Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá nýliðum Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í haust. Eftir þokkalega byrjun fór að halla undan fæti og eftir 3-0 tap fyrir Southampton á heimavelli var knattspyrnustjóranum Malky Mackay sagt upp störfum. Það hafði reyndar átt sér langan aðdraganda sem fól meðal annars í sér opinbera rimmu eigandans Vincents Tan við Mackay. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Molde í Noregi og fyrrum stórstjarna Manchester United, var ráðinn í stað Mackay í fyrradag. Tan og félagar vonast til að sú ráðning dugi til að lægja óánægjuöldurnar í kringum félagið og gleðja stuðningsmennina á ný. Mehmet Dalman, stjórnarformaður félagsins, gekk svo langt í gær að biðjast formlega afsökunar á þeim skrípaleik sem hafði átt sér stað utan vallar síðustu daga og vikur. „Þetta hefur verið ansi skrautlegt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Hér hefur ríkt algjör ringulreið og verður að segjast að það hefur verið lélega að þessu staðið öllu saman. Við leikmenn viljum fyrst og fremst einbeita okkur að fótbolta og vonandi náum við að snúa genginu okkur í hag nú þegar búið er að ráða nýjan stjóra,“ bætir Aron Einar við. Cardiff er í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og einu stigi frá fallsæti. Fram undan eru erfiðir leikir í deildinni en í dag fá lærisveinar Solskjærs tækifæri til að takast á við nýja áskorun er liðið mætir Newcastle í ensku bikarkeppninni. Aron Einar fékk að vita í gær að hann verður í byrjunarliði Cardiff í Newcastle í dag. „Ég er mjög ánægður með það enda vil ég spila hverja einustu mínútu,“ segir Aron sem hefur mátt sætta sig við þó nokkra bekkjarsetu eftir að hafa verið í stóru hlutverki í upphafi tímabilsins. „Ég viðurkenni fúslega að sjálfstraustið hefur verið meira. En svona hefur þetta verið og ég hef reynt að gera mitt besta til að komast aftur í liðið,“ segir Aron Einar sem ræddi stuttlega við Solskjær í gær. „Honum líst vel á íslenska knattspyrnumenn og talaði vel um árangur landsliðsins. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig leikmenn hann vill hafa í sínu liði. Ég er ekkert að stressa mig á því og verð sáttur ef ég fæ að spila.“ Aron Einar segir að Solskjær hafi komið með einföld skilaboð inn í leikmannahópinn. „Hann vill spila skemmtilegan fótbolta og það finnst mér jákvætt. Við erum með flotta leikmenn og eigum að vera með fleiri stig en taflan sýnir. Það er því ekkert annað að gera en að horfa fram á veginn jákvæðum augum.“
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira