Björn Bragi verður umsjónamaður HM-stofunnar næsta sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2014 13:12 Björn Bragi sér um HM-stofuna næsta sumar. Nordicphotos/getty Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson verður umsjónarmaður HM-stofunnar í sumar á RÚV. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Brasilíu í sumar og hefur RÚV sýningarréttinn frá mótinu. Ummæli Björn Braga í hálfleik í EM-stofunni hafa vakið töluverða reiði meðal almennings og rötuðu meðal annars í austurríska og þýska miðla. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta í beinni útsendingu á RÚV þegar staðan var 17-9 fyrir Íslendingum. Björn Bragi hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. RÚV sendi frá sér yfirlýsingu eftir að sjónvarpsmaðurinn lét ummælin falla og baðst stofnunin afsökunar. „Þegar það var samið við Björn [Braga Arnarsson] var samið um EM-stofuna í handknattleik, Gettu Betur og HM-stofuna,“ segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort borist hefði til tals að skipta út Birni Braga fyrir annan umsjónarmann HM-stofunnar næsta sumar svaraði Kristín: „Það hefur ekki verið tekinn nein afstaða hér innanhús til þess.“ Kristín staðfesti að eins og staðan væri í dag mun Björn Bragi fara með umsjón yfir HM-stofunni næsta sumar. Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Nyegaard: Frumstæð og heimskuleg ummæli Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur hjá dönsku TV2 sjónvarpsstöðinni, sagði ummæli Björns Braga Arnarssonar hafa komið Dönum verulega á óvart. 20. janúar 2014 22:38 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson verður umsjónarmaður HM-stofunnar í sumar á RÚV. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Brasilíu í sumar og hefur RÚV sýningarréttinn frá mótinu. Ummæli Björn Braga í hálfleik í EM-stofunni hafa vakið töluverða reiði meðal almennings og rötuðu meðal annars í austurríska og þýska miðla. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta í beinni útsendingu á RÚV þegar staðan var 17-9 fyrir Íslendingum. Björn Bragi hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. RÚV sendi frá sér yfirlýsingu eftir að sjónvarpsmaðurinn lét ummælin falla og baðst stofnunin afsökunar. „Þegar það var samið við Björn [Braga Arnarsson] var samið um EM-stofuna í handknattleik, Gettu Betur og HM-stofuna,“ segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort borist hefði til tals að skipta út Birni Braga fyrir annan umsjónarmann HM-stofunnar næsta sumar svaraði Kristín: „Það hefur ekki verið tekinn nein afstaða hér innanhús til þess.“ Kristín staðfesti að eins og staðan væri í dag mun Björn Bragi fara með umsjón yfir HM-stofunni næsta sumar.
Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Nyegaard: Frumstæð og heimskuleg ummæli Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur hjá dönsku TV2 sjónvarpsstöðinni, sagði ummæli Björns Braga Arnarssonar hafa komið Dönum verulega á óvart. 20. janúar 2014 22:38 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Nyegaard: Frumstæð og heimskuleg ummæli Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur hjá dönsku TV2 sjónvarpsstöðinni, sagði ummæli Björns Braga Arnarssonar hafa komið Dönum verulega á óvart. 20. janúar 2014 22:38
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27