Enski boltinn

Hvort var meira víti? - umdeildur ekki dómur í leik Arsenal og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal komst áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Liverpool í gær en leikmenn og stuðningsmenn Liverpool voru mjög ósáttir með að fá ekki víti í stöðunni 2-1.

Arsenal komst í 2-0 á fyrstu 48 mínútum leiksins en Liverpool-liðið fékk þó færi til að skora fram að því að liðið fékk víti eftir klukkutímaleik.

Luiz Suarez fiskaði vítið eftir að Þjóðverjinn Lukas Podolski fór aftan í hann. Það var um greinilega snertingu að ræða þótt að einhverjum hafi eflaust fundist að Úrúgvæmaðurinn hafi farið fullauðveldlega niður í teignum. Steven Gerrard skoraði af öryggi úr vítinu og minnkaði muninn í 2-1.

Aðeins fimm mínútum síðar féll Luiz Suarez aftur í teignum og nú eftir samstuð við Alex Oxlade-Chamberlain. Að þessu sinni dæmdi dómarinn Howard Webb ekki víti og það voru Liverpool-menn mjög ósáttir með.

Hér fyrir ofan má sjá myndband með báðum þessum brotum og nú er bara spurning hvort sé meira víti, vítið sem var dæmt eða vítið sem var ekki dæmt.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×