Enski boltinn

"Hvernig fór boltinn ekki inn?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kidderminster Harriers áfram í enska bikarnum en þeir höfðu heppnina með sér.
Kidderminster Harriers áfram í enska bikarnum en þeir höfðu heppnina með sér. nordicphotos/getty
Bikarævintýri Kidderminster Harriers heldur áfram í enska bikarnum en liðið sló út Peterborough United  á dögunum.

Síðari leikurinn fór fram á London Road Stadium í Peterborough þar sem að utandeildarliðið Kidderminster Harriers sló út Peterborough United með 3-2 sigri á útivelli. 

Liðin höfðu áður gert 0-0 jafntefli á heimavelli Kidderminster Harriers en í þeim leik átti sér stað ótrúlegt atvik.

Leikmenn Peterborough reyndu þá ítrekað að koma boltanum í netið en á einhvern óskiljanlega hátt fór hann ekki inn fyrir marklínuna. Atvikið má sjá hér að neðan.

Andy Thorn, knattspyrnustjóri Kidderminster Harriers, vann enska bikarinn með Wimbledon árið 1988. Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er aftur á móti knattspyrnustjóri Peterborough United. Kidderminster Harriers mætir úrvalsdeildarliði Sunderland á útivelli í 4. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×