Enski boltinn

Hver var bestur? - Hver skoraði flottasta markið? | Allt inn á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez og Martin Skrtel fagna marki á sérstakan hátt á móti Manchester United.
Luis Suarez og Martin Skrtel fagna marki á sérstakan hátt á móti Manchester United. Vísir/Getty
Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Tvö lið í toppbaráttunni sóttu þrjú stig heim til erkifjenda sinna. Liverpool vann 3-0 sigur á Manchester United á Old Trafford og Arsenal vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum Tottenham á White Hart Lane.

Manchester City vann 2-0 útisigur þrátt fyrir að missa fyrirliða sinn af velli snemma leiks en Chelsea-menn tapaði hinsvegar á útivelli á móti Aston Villa þar sem að toppliðið endaði með aðeins níu menn inn á vellinum og knattspyrnustjórann upp í stúku.

Inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi er nú hægt að sjá val á fimm flottustu mörkum helgarinnar sem og val á besta leikmanninum, liði umferðarinnar, flottustu markvörslunum og atviki helgarinnar.

Þar má eitthvað fleira skemmtilegt fra helginni þar á meðal stutt yfirlit yfir það helsta sem gerðist í þessari umferð. Hér fyrir neðan eru tenglar á öll þessi myndbönd.



Fallegustu mörkin



Besti leikmaður helgarinnar



Lið umferðarinnar



Flottustu markvörslurnar



Tilþrif helgarinnar



Frétt helgarinnar



Umferðin á fimm mínútum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×