Gagnrýnir niðurskurð til málefna barna Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 14:39 Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að meirihluti fjárlaganefndar leggi til aukið fjármagn í ljósleiðaravæðingu landsins og til viðhalds innanlandsflugvalla. Hún gagnrýnir hins vegar niðurskurð til lögreglu og ríkissaksóknara vegna barna sem eru þolendur kynferðisofbeldis og segir að í stað tekjuskerðingar ríkissjóðs hefði mátt greiða niður skuldir. Meirihluti fjárlaganefndar lauk tillögum sínum til breytingar á fjárlögunum á fundi sínum í gær, þar sem lagt er til að útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækki um rúma einn komma fimm milljarða króna. Þar af fara 500 milljónir til viðhalds innanlandsflugvalla, 300 milljónir til lagningar ljósleiðara á landsbyggðinni og 170 milljónir til Vegagerðarinnar. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra er ánægð með sumt í tillögum meirihlutans en ekki annað. „Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með framlagið sem fer í fjarskiptasjóð. Þar er mikilvægt byggðamál á ferðinni. Ég er ánægð með það og ég er ánægð með framlagið sem fer í flugvelli á landsbyggðinni, sem er 500 milljónir. Að öðru leyti finnst mér forgangsröðunin svolítið einkennileg.“ Til að mynda sé staðið við niðurskurð á framlögum til lögreglu og ríkissaksóknara til að flýta málefnum barna sem séu þolendur kynferðisofbeldis. „Það er staðið við þann niðurskurð sem er í frumvarpinu upp á 56 milljónir króna. Meirihlutinn ákveður að bæta 60 milljónum við flutning Fiskistofu, en ríkisstjórnin var búin að setja 70 milljónir til viðbótar. Þetta er svona forgangsröðun sem ég átta mig ekki alveg á. Auk þess er ekki tekið á þeirri menntastefnu að þrengja að framhaldsskólunum.“ Hún hefði að sjálfsögðu gert margt öðruvísi ef hún hefði fengið að ráða. Ríkissjóður greiðir á bilinu 70 til 80 milljarða í vexti á hverju ári vegna skulda. Oddný segir að til að hægt væri að greiða niður meira af skuldum ríkissjóðs þyrfti að skoða tekjustefnu ríkisstjórnarinnar. „Hún hefur náttúrulega lækkað veiðigjöld um tæp fimmtíu prósent, sem eru beinar tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Hún er núna að lækka auðlindaskattinn um tíu milljarðar. Þannig að við hefðum þurft að forgangsraða öðruvísi á tekju hliðinni. Ef það hefði verið gert, hefðum við bæði getað greitt niður skuldir og tekið á stórum málum í heilbrigðismálum og menntamálum,“ segir Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að meirihluti fjárlaganefndar leggi til aukið fjármagn í ljósleiðaravæðingu landsins og til viðhalds innanlandsflugvalla. Hún gagnrýnir hins vegar niðurskurð til lögreglu og ríkissaksóknara vegna barna sem eru þolendur kynferðisofbeldis og segir að í stað tekjuskerðingar ríkissjóðs hefði mátt greiða niður skuldir. Meirihluti fjárlaganefndar lauk tillögum sínum til breytingar á fjárlögunum á fundi sínum í gær, þar sem lagt er til að útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækki um rúma einn komma fimm milljarða króna. Þar af fara 500 milljónir til viðhalds innanlandsflugvalla, 300 milljónir til lagningar ljósleiðara á landsbyggðinni og 170 milljónir til Vegagerðarinnar. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra er ánægð með sumt í tillögum meirihlutans en ekki annað. „Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með framlagið sem fer í fjarskiptasjóð. Þar er mikilvægt byggðamál á ferðinni. Ég er ánægð með það og ég er ánægð með framlagið sem fer í flugvelli á landsbyggðinni, sem er 500 milljónir. Að öðru leyti finnst mér forgangsröðunin svolítið einkennileg.“ Til að mynda sé staðið við niðurskurð á framlögum til lögreglu og ríkissaksóknara til að flýta málefnum barna sem séu þolendur kynferðisofbeldis. „Það er staðið við þann niðurskurð sem er í frumvarpinu upp á 56 milljónir króna. Meirihlutinn ákveður að bæta 60 milljónum við flutning Fiskistofu, en ríkisstjórnin var búin að setja 70 milljónir til viðbótar. Þetta er svona forgangsröðun sem ég átta mig ekki alveg á. Auk þess er ekki tekið á þeirri menntastefnu að þrengja að framhaldsskólunum.“ Hún hefði að sjálfsögðu gert margt öðruvísi ef hún hefði fengið að ráða. Ríkissjóður greiðir á bilinu 70 til 80 milljarða í vexti á hverju ári vegna skulda. Oddný segir að til að hægt væri að greiða niður meira af skuldum ríkissjóðs þyrfti að skoða tekjustefnu ríkisstjórnarinnar. „Hún hefur náttúrulega lækkað veiðigjöld um tæp fimmtíu prósent, sem eru beinar tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Hún er núna að lækka auðlindaskattinn um tíu milljarðar. Þannig að við hefðum þurft að forgangsraða öðruvísi á tekju hliðinni. Ef það hefði verið gert, hefðum við bæði getað greitt niður skuldir og tekið á stórum málum í heilbrigðismálum og menntamálum,“ segir Oddný G. Harðardóttir
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira