Enski boltinn

Sherwood var reiður í hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eriksen með boltann í dag.
Eriksen með boltann í dag. Nordic Photos / Getty
Christian Eriksen skoraði laglegt mark í 2-0 sigri Tottenham á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Crystal Palace hafði þó brennt af vítaspyrnu.

Eriksen kom svo Tottenham á bragðið snemma í síðari hálfleik og varamaðurinn Jermain Defoe innsiglaði sigurinn stuttu síðar.

„Stjórinn [Tim Sherwood] var mjög reiður í hálfleik og það var sennilega nauðsynlegt,“ sagði Eriksen við fjölmiðla eftir leikinn í dag.

„Ég kann vel við að spila hér og vil standa mig vel fyrir liðið. En fyrri hálfleikurinn var ekki góður og því var ég ánægður með að skora í dag.“

Nabil Bentaleb sýndi líka hversu hæfileikaríkur hann er,“ bætti hann við en Bentaleb, nítján ára Frakki, byrjaði í dag og átti til að mynda skot í stöng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×