Enski boltinn

Manchester City og Liverpool mætast í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez í leik á móti Manchester City.
Luis Suarez í leik á móti Manchester City. Vísir/AFP
Manchester City og Liverpool munu næsta sumar mætast á Yankee Stadium í New York en bæði liðin verða þá í æfingaferð í Bandaríkjunum.

Leikurinn sem fer fram 30. júlí næstkomandi er hluti af International Champions Cup og er hluti af undirbúningstímabili beggja liðanna.

Manchester City mætir einnig AC Milan í Pittsburgh og Olympiakos í Minneapolis en Liverpool mætir einnig Olympiakos í Chicago og AC Milan í Charlotte í Norður-Karólínu.

Manchester United er þriðja enska liðið sem tekur þátt í mótinu. United mætir Roma í Denver, Internazionale Milan í Washington og Real Madrid á óstaðfestum leikstað.

Mótið hefst 24. júlí eða aðeins ellefu dögum eftir að HM í Brasilíu lýkur en þá verða aðeins þrjár vikur í að enska úrvalsdeildin fer af stað á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×