Fráleitt að flytja pólitískan ágreining inn í Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2014 20:32 Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að endurvekja það ástand að pólitískur ágreiningur sé fluttur inn í Seðlabankann. Formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir umræðum á Alþingi um framtíð Seðlabankans og vonar að faglegri skipan bankastjóra verði ekki fórnað við breytingar á bankanum. Fjármálaráðherra gagnrýnir hvernig staðið var að breytingum á Seðlabankanum í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2009, sem gerðar hafi verið án samráðs við stjórnarandstöðu. En þær breytingar leiddu m.a. til þess að Davíð Oddsson hvarf úr stóli seðlabankastjóra. Formaður Vinstri grænna segir að lögin árið 2009 hafi verið sett á miklum umbrotatímum. „Þá voru t.a.m. settar í lög kröfur um ákveðna faglega hæfni seðlabankastjóra. Við vitum ekki nákvæmlega í hverju breytingarnar sem eru boðaðar felast. En ég ætla að vona að þær feli ekki í sér að það verði horfið frá þeim faglegu kröfum sem þá voru settar. Sá seðlabankastjóri sem nú er, og aðstoðarseðlabankastjóri, voru ráðnir eftir slíkt ferli þar sem þeir voru hreinlega metnir hæfastir,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. „En þetta kemur hins vegar mjög illilega í kjölfarið á hnífilyrðum forsætisráðherra í garð Seðlabankans í síðustu viku. Það auðvitað vekur manni áhyggjur af því hvað raunverulega stendur til að gera. En það það er alveg ljóst af hálfu forsætisráðherra að það er enginn áhugi á því að standa vörð um sjálfstæðan Seðlabanka,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Ég hef nú óskað eftir sérstakri umræðu við fjármála- og efnahagsráðherra um það hver hans sýn er í þessum málum. En það að staða seðlabankastjóra sé auglýst núna nokkrum dögum eftir að forsætisráðherra lætur mjög þung orð falla í garð seðlabankans og yfirstjórnar hans - auðvitað hefur maður áhyggjur hvort þetta geti verið einhver undirbúningur að aðgerðum sem ógni sjálfstæði Seðlabankans,“ segir Katrín. „Við erum andvíg því að flytja pólitískan ágreining inn í Seðlabankann og erum andvíg því að gera Seðlabankann að tæki í pólitískum leik. Það er vont fyrir þjóðina, það hefur verið skaðlegt fyrir þjóðina hingað til og það er algerlega fráleitt að endurvekja það,“ segir Árni Páll. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að endurvekja það ástand að pólitískur ágreiningur sé fluttur inn í Seðlabankann. Formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir umræðum á Alþingi um framtíð Seðlabankans og vonar að faglegri skipan bankastjóra verði ekki fórnað við breytingar á bankanum. Fjármálaráðherra gagnrýnir hvernig staðið var að breytingum á Seðlabankanum í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2009, sem gerðar hafi verið án samráðs við stjórnarandstöðu. En þær breytingar leiddu m.a. til þess að Davíð Oddsson hvarf úr stóli seðlabankastjóra. Formaður Vinstri grænna segir að lögin árið 2009 hafi verið sett á miklum umbrotatímum. „Þá voru t.a.m. settar í lög kröfur um ákveðna faglega hæfni seðlabankastjóra. Við vitum ekki nákvæmlega í hverju breytingarnar sem eru boðaðar felast. En ég ætla að vona að þær feli ekki í sér að það verði horfið frá þeim faglegu kröfum sem þá voru settar. Sá seðlabankastjóri sem nú er, og aðstoðarseðlabankastjóri, voru ráðnir eftir slíkt ferli þar sem þeir voru hreinlega metnir hæfastir,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. „En þetta kemur hins vegar mjög illilega í kjölfarið á hnífilyrðum forsætisráðherra í garð Seðlabankans í síðustu viku. Það auðvitað vekur manni áhyggjur af því hvað raunverulega stendur til að gera. En það það er alveg ljóst af hálfu forsætisráðherra að það er enginn áhugi á því að standa vörð um sjálfstæðan Seðlabanka,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Ég hef nú óskað eftir sérstakri umræðu við fjármála- og efnahagsráðherra um það hver hans sýn er í þessum málum. En það að staða seðlabankastjóra sé auglýst núna nokkrum dögum eftir að forsætisráðherra lætur mjög þung orð falla í garð seðlabankans og yfirstjórnar hans - auðvitað hefur maður áhyggjur hvort þetta geti verið einhver undirbúningur að aðgerðum sem ógni sjálfstæði Seðlabankans,“ segir Katrín. „Við erum andvíg því að flytja pólitískan ágreining inn í Seðlabankann og erum andvíg því að gera Seðlabankann að tæki í pólitískum leik. Það er vont fyrir þjóðina, það hefur verið skaðlegt fyrir þjóðina hingað til og það er algerlega fráleitt að endurvekja það,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira