Fótbolti

Eyjólfur hafði betur á móti Hallgrími

Óskar Óskar Jónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Vísir/Getty
Midtjylland vann 2-0 sigur á SönderjyskE í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en mörkin komu í lok hvors hálfleiks.

Eyjólfur Héðinsson og félagar í Midtjylland eru á toppnum í deildinni eftir þennan sigur með fimm stiga forskot á AaB.

Eyjólfur kom inná sem varamaður í stöðunni 1-0 á 66. mínútu og spilaði síðustu 24 mínútur leiksins. Hann var þarna að mæta sínum gömlu félögum.

Hallgrímur Jónasson lék allan tímann í vörn SönderjyskE sem situr á botni deildarinnar.

Morten Nicolas Rasmussen var maður leiksins en hann skoraði bæði mörk Midtjylland, á 43. og 90. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×