Fótbolti

Villas-Boas tekur við liði Zenit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas. Vísir/Getty
Andre Villas-Boas, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Tottenham, er ekki lengur atvinnulaus því á heimasíðu Zenit frá Sankti Pétursborg kemur fram að Portúgalinn hafi gert tveggja ára samning við rússneska félagið.

Villas-Boas er 36 ára gamall en hefur þegar verið rekinn frá tveimur ensku úrvalsdeildarfélögunum nú síðast Tottenham í desember. Zenit verður jafnframt hans fimmta félag sem knattspyrnustjóri.

Villas-Boas tekur við stöðu Ítalans Luciano Spalletti sem þjálfaði lið Zenit frá 2009 til 2014.

Villas-Boas verður kynntur til leiks með viðhöfn í Sankti Pétursborg 20. mars næstkomandi. Daginn áður spilar liðið seinni leik sinn við Dortmund í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þýska liðið vann 4-2 sigur í fyrri leiknum í Rússlandi.

Zenit-liðið er í öðru sæti rússnesku deildarinnar, þremur stigum á eftir Lokomotiv Moskvu. Zenit tapaði 0-1 á móti CSKA Moskvu í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×