Enski boltinn

Þrír framlengdu hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsenal tilkynnti í dag að Aaron Ramsey, Santi Cazorla og Gedion Zalalem hefðu framlengt samninga sína við félagið.

Eins og venjan er hjá Arsenal fylgir ekki sögunni hversu langa samninga leikmennirnir gerðu. Ramsey og Cazorla eru báðir lykilmenn hjá liðinu en Zelalem varð sautján ára í janúar og er talinn eiga bjarta framtíð.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir allt félagið,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, í tilkynningu sem birtist á heimasíðu félagsins.

„Gedion er auðvitað mjög ungur en hann hefur þegar sýnt að hann er gríðarlega efnilegur og við hlökkum til að rækta hans hæfileika áfram,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×