Að skapa saman betri framtíð um allt Ísland Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 15:30 Fréttablaðið/GVA „Rauði þráðurinn í starfsemi Landsbyggðarvina er verkefni sem heitir Heimabyggðin mín. Því er ætlað að fá unga fólkið í hugmyndasmíð til að skapa saman betri framtíð um allt Ísland,“ segir Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðarvina og lýsir fyrirkomulagi verkefnisins nánar. „Verkefnið hefst á hugmyndavinnu nemenda í nokkrum skólum. Oftast byrja tíu til tólf skólar á haustin, hámarkið er tólf. Alltaf detta einhverjir úr og kalla má gott ef átta skólar skila fyrri hluta verkefnisins. Þar lýsa nemendur leiðum til að efla nærumhverfi sitt þannig að það njóti sín sem best í framtíðinni.“ Þegar Fríða Vala kynnir verkefnið á haustin kveðst hún hvetja krakkana til að vera í góðu sambandi við afa og ömmur, frændur og frænkur.Hólmvíkingarnir Bára Örk Melsted, Sunneva Guðrún Þórðardóttir og Ísak Leví Þrastarson.Mynd/Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir„Þó þeir fari kannski ekki eftir öllu sem eldra fólkið segi er mikilvægt að grufla aðeins í fortíðinni þegar horft er til framtíðar. Ég er næringarfræðingur og hugsa þetta svolítið sem næringu. Við þurfum frumefni og svo matreiðum við það sem okkur hentar,“ útskýrir hún. Hún kveðst líka biðja nemendur að líta til yngri barna og spyrja sig hvernig þau vilji hafa hlutina þegar þau komast á legg – eða þegar þeir sjálfir fara að eignast börn. Skil á hugmyndavinnunni eru í desember og krakkarnir þurfa að koma henni vel frá sér, að sögn formannsins. „Nokkrar hugmyndir eru valdar úr og þróaðar áfram og undir vor fer dómnefnd milli skóla og metur afraksturinn.“Öræfingarnir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson.Mynd/Svavar SigurjónssonNýlega lauk Heimabyggðarverkefninu þetta árið. Grunnskólarnir á Hólmavík og í Hofgarði í Öræfum skiptu með sér fyrstu verðlaununum, 100 þúsund krónum sem landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneytið lagði til. Viðurkenningar hlutu líka Víðistaðaskóli í Hafnarfirði og Grunnskólinn í Hrísey. Verðlaunahugmynd Hólmvíkinga nefnist Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík og gengur meðal annars út á útgáfu bókar sem allir bæjarbúar, 373 að tölu, leggi til efni í. Verkefni Öræfinga snýst um sögusafn þar sem upplýsingum um bæina í sveitinni yrðu gerð skil með skemmtilegum hætti á veitingastað þar sem heimaafurðir væru meðal annars á borðum. Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Rauði þráðurinn í starfsemi Landsbyggðarvina er verkefni sem heitir Heimabyggðin mín. Því er ætlað að fá unga fólkið í hugmyndasmíð til að skapa saman betri framtíð um allt Ísland,“ segir Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðarvina og lýsir fyrirkomulagi verkefnisins nánar. „Verkefnið hefst á hugmyndavinnu nemenda í nokkrum skólum. Oftast byrja tíu til tólf skólar á haustin, hámarkið er tólf. Alltaf detta einhverjir úr og kalla má gott ef átta skólar skila fyrri hluta verkefnisins. Þar lýsa nemendur leiðum til að efla nærumhverfi sitt þannig að það njóti sín sem best í framtíðinni.“ Þegar Fríða Vala kynnir verkefnið á haustin kveðst hún hvetja krakkana til að vera í góðu sambandi við afa og ömmur, frændur og frænkur.Hólmvíkingarnir Bára Örk Melsted, Sunneva Guðrún Þórðardóttir og Ísak Leví Þrastarson.Mynd/Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir„Þó þeir fari kannski ekki eftir öllu sem eldra fólkið segi er mikilvægt að grufla aðeins í fortíðinni þegar horft er til framtíðar. Ég er næringarfræðingur og hugsa þetta svolítið sem næringu. Við þurfum frumefni og svo matreiðum við það sem okkur hentar,“ útskýrir hún. Hún kveðst líka biðja nemendur að líta til yngri barna og spyrja sig hvernig þau vilji hafa hlutina þegar þau komast á legg – eða þegar þeir sjálfir fara að eignast börn. Skil á hugmyndavinnunni eru í desember og krakkarnir þurfa að koma henni vel frá sér, að sögn formannsins. „Nokkrar hugmyndir eru valdar úr og þróaðar áfram og undir vor fer dómnefnd milli skóla og metur afraksturinn.“Öræfingarnir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson.Mynd/Svavar SigurjónssonNýlega lauk Heimabyggðarverkefninu þetta árið. Grunnskólarnir á Hólmavík og í Hofgarði í Öræfum skiptu með sér fyrstu verðlaununum, 100 þúsund krónum sem landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneytið lagði til. Viðurkenningar hlutu líka Víðistaðaskóli í Hafnarfirði og Grunnskólinn í Hrísey. Verðlaunahugmynd Hólmvíkinga nefnist Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík og gengur meðal annars út á útgáfu bókar sem allir bæjarbúar, 373 að tölu, leggi til efni í. Verkefni Öræfinga snýst um sögusafn þar sem upplýsingum um bæina í sveitinni yrðu gerð skil með skemmtilegum hætti á veitingastað þar sem heimaafurðir væru meðal annars á borðum.
Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira