Enski boltinn

Langþráður Liverpool-sigur | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glen Johnson var hetja Liverpool þegar liðið vann langþráðan sigur á Stoke City á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var lítið fyrir augað og liðin gerðu sig ekki líkleg til að skora lengst af. Bojan Krkic komst næst því að skora fyrir gestina þegar hann skaut í stöngina eftir klukkutíma leik.

Leikurinn virtist ætla að enda með markalausu jafntefli, en á 85. mínútu  skallaði Johnson boltann í markið eftir að skalli Rickies Lambert hafnaði í slánni. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Stoke-menn þjörmuðu að Liverpool. Bojan átti skot sem Simon Mignolet varði frábærlega og skömmu síðar skallaði Ryan Shawcross framhjá.

En Liverpool hélt út og fagnaði sínum fyrsta sigri í sex leikjum og þeim fyrsta í úrvalsdeildinni síðan liðið lagði QPR að velli 19. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×