Martraðartímabil Moyes Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2014 08:30 David Moyes. vísir/getty Glórulaus, stefnulaus og vonlaus,“ var yfirskriftin á forsíðumynd íþróttablaðs Daily Telegraph í fyrradag þar sem David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, og aðstoðarmenn hans sátu ráðalausir á varamannabekk liðsins í Grikklandi og horfðu á Englandsmeistarana tapa í fyrsta sinn í sögunni fyrir grísku liði. Þar bætti Moyes enn eitt metið sem enginn vill eiga. Það eina sem hann hefur fyrir alvöru afrekað hjá Manchester United er að skrá sig í sögubækurnar með æpandi rauðu letri. Hvert tapið á fætur öðru, gegn liðum sem vanalega eiga ekkert í Manchester United og hvað þá á heimavelli liðsins, kemur á fætur öðru. Það óttast ekkert lið Man. Utd í dag. David Moyes hefur séð til þess. Nánast ekkert var gert í leikmannamálum nema kaupa einn rándýran Belga sem spilað er út úr stöðu, varnarleikurinn er jafnhriplekur og í fyrra en mörkin koma ekki á sama færibandi. Spilamennska liðsins er léleg og fyrirsjáanleg. Það er bókstaflega allt að og sjálfur segist Moyes ekki vita hvað er í gangi. Kannski hitti Telegraph bara naglann á höfuðið: Skotinn virðist algjörlega glórulaus, stefnulaus og vonlaus.Var ekki greiði gerður Það var ekki fyrr en undir lok stjóratíðar Sir Alex Ferguson að hann viðurkenndi loks hver verstu kaup hans voru á ferlinum. Það voru ekki kaupin á Djemba-Djemba, Kleberson, Taibi eða Verón heldur taldi Ferguson sig hafa gert mestu mistökin þegar hann keypti samlanda sinn, Ralph Milne, árið 1988. Með hverjum leiknum sem líður virðist það þó vera ljóst að stærstu mistök Fergusons á ferlinum voru að nefna David Moyes sem eftirmann sinn. Hann bað fólkið um að styðja nýja manninn og það hefur það gert. Fólk í Manchester-borg reynir og reynir en það er erfitt þegar gengið er svona slakt. Það er vant betri árangri. Ekki er hægt að bera saman aðkomu hans og Fergusons að liðinu. Forveri hans tók við liði sem hafði spilað undir getu lengi og leikmenn lifðu við slæma siði. Hann þurfti að taka heilt félag í gegn. Moyes tók aftur á móti við risastóru félagi sem var ríkjandi Englandsmeistari og hafði nóg á milli handanna. Staða sem hann upplifði aldrei á annars ágætum áratug hjá Everton. Spilamennskan segir allt sem segja þarf og ef það er ekki nóg þarf bara að líta á tölurnar. Hann er með nánast sama lið og Ferguson í fyrra en liðið er með 23(!) stigum minna en á sama tíma í fyrra.Hinir sex Ferguson var hrifinn af samlanda sínum, vinnuaðferðum hans og verklagi. Hins vegar hlýtur lið á borð við Manchester United að vilja fá mann sem þekkir það að vinna. Sér í lagi þegar sá hinn sami er að taka við af einum þeim sigursælasta í sögunni. Sex önnur stórlið réðu sér nýjan þjálfara í sumar. Þau eru öll í betri málum en United. Miklu betri málum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Moyes hefur sett í vetur og á hvaða menn hin stórliðin veðjuðu á síðasta sumar.Hverja réðu önnur stórlið í Evrópu í sumar?Bayern München – Pep Guardiola (11 stórir bikarar) Löngu áður en Jupp Heynckes lét af störfum eftir síðasta tímabil voru verðandi Þýskalands-, Evrópu- og bikarmeistarar Bayern München búnir að ganga frá ráðningu á Pep Guardiola sem margir spáðu að tæki við á Old Trafford. Spánverjinn er búinn að stinga af með Bayern í deildinni og kominn með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrir utan hvað liðið spilar frábæran fótbolta. Guardiola vann ellefu stóra bikara með Barcelona á fimm árum.Staða í deild: Á toppnumReal Madrid – Carlo Ancelotti (10 stórir titlar) Samstarfsörðugleikar urðu til þess að José Mourinho hvarf á braut frá Real Madrid og tók liðið enga áhættu við ráðningu á eftirmanni hans. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem gerði AC Milan m.a. tvívegis að Evrópumeistara, var ráðinn. Ancelotti hefur unnið tíu stóra bikara á sínum ferli í þremur löndum og er Real-liðið á toppi spænsku 1. deildarinnar, ósigrað í síðustu 27 leikjum.Staða í deild: Á toppnumChelsea – José Mourinho (16 stórir titlar) Sumir efuðust um hvort endurkoma „hins sérstaka“ væri málið hjá Chelsea þegar nýjan stjóra vantaði í sumar. En Portúgalinn er með Chelsea á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. Árangur hans í gegnum tíðina þarf varla að tíunda. Tvöfaldur Englandsmeistari, Spánarmeistari og hefur unnið Meistaradeildina með tveimur liðum í tveimur löndum.Staða í deild: Á toppnumParis St. Germain – Laurent Blanc (2 stórir titlar) Franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi er kannski ekki með jafnflotta ferilskrá og hinir þrír. Blanc vann samt sem áður frönsku 1. deildina með Bordeaux 2009 og þrjá bikara til viðbótar með liðinu. Hann var einnig landsliðsþjálfari Frakklands þó það hafi ekki endað neitt sérstaklega vel. Hann byrjaði svo á því að vinna stórbikarinn í Frakklandi með PSG. Liðið er nú á toppnum í Frakklandi og komið hálfa leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.Staða í deild: Á toppnumBarcelona – Gerardo Martino (4 stórir titlar) Ráðning Argentínumannsins kom aðeins á óvart. Hann er ekki jafnstórt nafn og þeir sem hin stórliðin réðu. Hann þekkir það samt sem áður að sigra en Martino er fjórfaldur meistari í Paragvæ og þá kom hann paragvæska landsliðinu í átta liða úrslit HM 2010. Börsungum hefur aðeins skrikað fótur í febrúar en liðið er samt sem áður í toppbaráttunni á Spáni, er í úrslitum bikarsins og komið langleiðina í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Staða í deild: 2. sæti (3 stigum frá efsta liði)Manchester City – Manuel Pellegrini (7 stórir titlar) Það tók Sílebúann smátíma að átta sig á ensku úrvalsdeildinni en margir telja liðið nú það líklegasta til að vinna deildina. Pellegrini þekkir það vel að vinna en hann er margfaldur meistari í nokkrum löndum í Suður-Ameríku. Þá var hann kjörinn þjálfari ársins sem stjóri Real Madrid og bjó til flott lið hjá Villarreal og Málaga sem bæði komust í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.Staða í deild: 3. sæti (3 stigum frá efsta liði)Hægt er að sjá síðuna stærri með því að smella á hana.Metin sem enginn vill eiga35 ár: 29.09.13 Man. Utd - WBA 1-2 Saido Berahino skýst upp á stjörnuhimininn þegar hann tryggir West Bromwich fyrsta sigurinn á Man. Utd á Old Trafford síðan 1978.21 ár: 04.12.13 Man. Utd - Everton 0-1 Kostaríkumaðurinn Bryan Oviedo skorar sigurmark Everton á 86. mínútu og tryggir liðinu fyrsta sigurinn á Old Trafford síðan 1992. 41 ár: 07.12.13 Man. Utd - Newcastle 0-1 Yohan Cabaye skorar eina mark leiksins á 61. mínútu og tryggir Newcastle fyrsta sigurinn á Old Trafford síðan 1972.Frá upphafi: 05.01.14 Man. Utd - Swansea 1-2 Moyes afrekar það á fyrsta tímabili sem henti einu sinni hjá Ferguson: Að tapa í 3. umferð bikarsins. Swansea vann um leið sinn fyrsta sigur á Old Trafford í sögunni.30 ár: 01.02.14 Stoke - Man. Utd 2-1 Glæsilegt mark Charlies Adam tryggir Stoke fyrsta sigurinn á Man. Utd síðan 1984.Frá upphafi: 25.02.14 Olympiacos - Man. Utd 2-0 Fyrsta tap Man. Utd í Meistaradeildinni á tímabilinu er jafnframt það fyrsta í sögunni gegn grísku liði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Glórulaus, stefnulaus og vonlaus,“ var yfirskriftin á forsíðumynd íþróttablaðs Daily Telegraph í fyrradag þar sem David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, og aðstoðarmenn hans sátu ráðalausir á varamannabekk liðsins í Grikklandi og horfðu á Englandsmeistarana tapa í fyrsta sinn í sögunni fyrir grísku liði. Þar bætti Moyes enn eitt metið sem enginn vill eiga. Það eina sem hann hefur fyrir alvöru afrekað hjá Manchester United er að skrá sig í sögubækurnar með æpandi rauðu letri. Hvert tapið á fætur öðru, gegn liðum sem vanalega eiga ekkert í Manchester United og hvað þá á heimavelli liðsins, kemur á fætur öðru. Það óttast ekkert lið Man. Utd í dag. David Moyes hefur séð til þess. Nánast ekkert var gert í leikmannamálum nema kaupa einn rándýran Belga sem spilað er út úr stöðu, varnarleikurinn er jafnhriplekur og í fyrra en mörkin koma ekki á sama færibandi. Spilamennska liðsins er léleg og fyrirsjáanleg. Það er bókstaflega allt að og sjálfur segist Moyes ekki vita hvað er í gangi. Kannski hitti Telegraph bara naglann á höfuðið: Skotinn virðist algjörlega glórulaus, stefnulaus og vonlaus.Var ekki greiði gerður Það var ekki fyrr en undir lok stjóratíðar Sir Alex Ferguson að hann viðurkenndi loks hver verstu kaup hans voru á ferlinum. Það voru ekki kaupin á Djemba-Djemba, Kleberson, Taibi eða Verón heldur taldi Ferguson sig hafa gert mestu mistökin þegar hann keypti samlanda sinn, Ralph Milne, árið 1988. Með hverjum leiknum sem líður virðist það þó vera ljóst að stærstu mistök Fergusons á ferlinum voru að nefna David Moyes sem eftirmann sinn. Hann bað fólkið um að styðja nýja manninn og það hefur það gert. Fólk í Manchester-borg reynir og reynir en það er erfitt þegar gengið er svona slakt. Það er vant betri árangri. Ekki er hægt að bera saman aðkomu hans og Fergusons að liðinu. Forveri hans tók við liði sem hafði spilað undir getu lengi og leikmenn lifðu við slæma siði. Hann þurfti að taka heilt félag í gegn. Moyes tók aftur á móti við risastóru félagi sem var ríkjandi Englandsmeistari og hafði nóg á milli handanna. Staða sem hann upplifði aldrei á annars ágætum áratug hjá Everton. Spilamennskan segir allt sem segja þarf og ef það er ekki nóg þarf bara að líta á tölurnar. Hann er með nánast sama lið og Ferguson í fyrra en liðið er með 23(!) stigum minna en á sama tíma í fyrra.Hinir sex Ferguson var hrifinn af samlanda sínum, vinnuaðferðum hans og verklagi. Hins vegar hlýtur lið á borð við Manchester United að vilja fá mann sem þekkir það að vinna. Sér í lagi þegar sá hinn sami er að taka við af einum þeim sigursælasta í sögunni. Sex önnur stórlið réðu sér nýjan þjálfara í sumar. Þau eru öll í betri málum en United. Miklu betri málum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Moyes hefur sett í vetur og á hvaða menn hin stórliðin veðjuðu á síðasta sumar.Hverja réðu önnur stórlið í Evrópu í sumar?Bayern München – Pep Guardiola (11 stórir bikarar) Löngu áður en Jupp Heynckes lét af störfum eftir síðasta tímabil voru verðandi Þýskalands-, Evrópu- og bikarmeistarar Bayern München búnir að ganga frá ráðningu á Pep Guardiola sem margir spáðu að tæki við á Old Trafford. Spánverjinn er búinn að stinga af með Bayern í deildinni og kominn með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrir utan hvað liðið spilar frábæran fótbolta. Guardiola vann ellefu stóra bikara með Barcelona á fimm árum.Staða í deild: Á toppnumReal Madrid – Carlo Ancelotti (10 stórir titlar) Samstarfsörðugleikar urðu til þess að José Mourinho hvarf á braut frá Real Madrid og tók liðið enga áhættu við ráðningu á eftirmanni hans. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem gerði AC Milan m.a. tvívegis að Evrópumeistara, var ráðinn. Ancelotti hefur unnið tíu stóra bikara á sínum ferli í þremur löndum og er Real-liðið á toppi spænsku 1. deildarinnar, ósigrað í síðustu 27 leikjum.Staða í deild: Á toppnumChelsea – José Mourinho (16 stórir titlar) Sumir efuðust um hvort endurkoma „hins sérstaka“ væri málið hjá Chelsea þegar nýjan stjóra vantaði í sumar. En Portúgalinn er með Chelsea á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. Árangur hans í gegnum tíðina þarf varla að tíunda. Tvöfaldur Englandsmeistari, Spánarmeistari og hefur unnið Meistaradeildina með tveimur liðum í tveimur löndum.Staða í deild: Á toppnumParis St. Germain – Laurent Blanc (2 stórir titlar) Franski landsliðsmaðurinn fyrrverandi er kannski ekki með jafnflotta ferilskrá og hinir þrír. Blanc vann samt sem áður frönsku 1. deildina með Bordeaux 2009 og þrjá bikara til viðbótar með liðinu. Hann var einnig landsliðsþjálfari Frakklands þó það hafi ekki endað neitt sérstaklega vel. Hann byrjaði svo á því að vinna stórbikarinn í Frakklandi með PSG. Liðið er nú á toppnum í Frakklandi og komið hálfa leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.Staða í deild: Á toppnumBarcelona – Gerardo Martino (4 stórir titlar) Ráðning Argentínumannsins kom aðeins á óvart. Hann er ekki jafnstórt nafn og þeir sem hin stórliðin réðu. Hann þekkir það samt sem áður að sigra en Martino er fjórfaldur meistari í Paragvæ og þá kom hann paragvæska landsliðinu í átta liða úrslit HM 2010. Börsungum hefur aðeins skrikað fótur í febrúar en liðið er samt sem áður í toppbaráttunni á Spáni, er í úrslitum bikarsins og komið langleiðina í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Staða í deild: 2. sæti (3 stigum frá efsta liði)Manchester City – Manuel Pellegrini (7 stórir titlar) Það tók Sílebúann smátíma að átta sig á ensku úrvalsdeildinni en margir telja liðið nú það líklegasta til að vinna deildina. Pellegrini þekkir það vel að vinna en hann er margfaldur meistari í nokkrum löndum í Suður-Ameríku. Þá var hann kjörinn þjálfari ársins sem stjóri Real Madrid og bjó til flott lið hjá Villarreal og Málaga sem bæði komust í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.Staða í deild: 3. sæti (3 stigum frá efsta liði)Hægt er að sjá síðuna stærri með því að smella á hana.Metin sem enginn vill eiga35 ár: 29.09.13 Man. Utd - WBA 1-2 Saido Berahino skýst upp á stjörnuhimininn þegar hann tryggir West Bromwich fyrsta sigurinn á Man. Utd á Old Trafford síðan 1978.21 ár: 04.12.13 Man. Utd - Everton 0-1 Kostaríkumaðurinn Bryan Oviedo skorar sigurmark Everton á 86. mínútu og tryggir liðinu fyrsta sigurinn á Old Trafford síðan 1992. 41 ár: 07.12.13 Man. Utd - Newcastle 0-1 Yohan Cabaye skorar eina mark leiksins á 61. mínútu og tryggir Newcastle fyrsta sigurinn á Old Trafford síðan 1972.Frá upphafi: 05.01.14 Man. Utd - Swansea 1-2 Moyes afrekar það á fyrsta tímabili sem henti einu sinni hjá Ferguson: Að tapa í 3. umferð bikarsins. Swansea vann um leið sinn fyrsta sigur á Old Trafford í sögunni.30 ár: 01.02.14 Stoke - Man. Utd 2-1 Glæsilegt mark Charlies Adam tryggir Stoke fyrsta sigurinn á Man. Utd síðan 1984.Frá upphafi: 25.02.14 Olympiacos - Man. Utd 2-0 Fyrsta tap Man. Utd í Meistaradeildinni á tímabilinu er jafnframt það fyrsta í sögunni gegn grísku liði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn