Enski boltinn

Reina snýr ekki aftur til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, reiknar ekki með því að Pepe Reina markvörður spili fleiri leiki með félaginu.

Reina er nú í láni hjá Napoli þar sem hann leikur undir stjórn Rafael Benitez, fyrrum stjóra sínum hjá Liverpool.

Sjálfur hefur hann lítið sagt um hvað taki við hjá honum að tímabilinu loknu en hann reiknar með því að fara fyrst aftur til Englands.

Rodgers virðist ekki hrifinn af þeirri hugmynd. „Hann er búinn að skrifa kveðjubréfið - er það ekki? Bréfið kom mér reyndar á óvart því maður á yfirleitt von á því að lánsmenn snúi aftur,“ sagði Rodgers í samtali við Liverpool Echo.

„Pepe skrifaði langt bréf þar sem hann sagðist ætla að starfa með besta knattspyrnustjóra sem hann hefur haft á ferlinum og þakkaði fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Það hljómar því eins og að hann hafi gert upp hug sinn í þessu máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×