Enski boltinn

Van Persie baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Robin van Persie mun hafa beðið liðsfélaga sína hjá Manchester United afsökunar á ummælum sem hann lét falla í vikunni.

Van Persie sagðist þá hafa neyðst til að breyta leikstíl sínum hjá United vegna þess að aðrir leikmenn liðsins væru að þvælast fyrir á þeim svæðum sem hann væri vanur að spila í.

The Mirror hélt því fram í gærkvöldi að Van Persie hafi beðið liðsfélagana afsökunar á æfingum en að ummælin hafi verið rangtúlkuð. Hann hafi í raun verið að tjá sig um sína eigin frammistöðu.

Samkvæmt fréttinni verður Van Persie ekki refsað af United fyrir umrætt viðtal.


Tengdar fréttir

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Van Persie: Við erum ömurlegir

Robin van Persie viðurkennir að staða Manchester United sé slæm en að knattspyrnustjórinn David Moyes eigi að fá tíma til að snúa genginu við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×