Enski boltinn

Stóri Sam: Moyes þarf 200 milljónir til að koma United aftur á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes.
David Moyes. Vísir/Getty
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham United, er á því að kollegi sinn hjá Manchester United, David Moyes, þurfi að fá að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn ætli hann að koma United-liðinu aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Manchester United er nú í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum frá sæti í Meistaradeildinni, auk þess sem liðið tapaði 2-0 í fyrri leiknum á móti Olympiacos í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Það lítur út fyrir að hann þurfi að byggja upp nýtt lið og fyrir klúbb eins og United þá gæti það þýtt 200 milljónir punda í nýja leikmenn," skrifar Sam Allardyce í pistli sínum í London Evening Standard.

„Stærsta vandamálið er þó að finna leikmennina jafnvel þó að liðið heiti United. Þeim tókst það ekki síðasta sumar og það er örugglega eitt af því sem David sér mest eftir. Hann hélt kannski að hann væri með stóran og breiðan leikmannahóp sem kallaði ekki á miklar breytingar," skrifaði stóri Sam í London Evening Standard blaðið í morgun.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham United.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×