Vil helst að verkin veki sögur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 "Það er alltaf eitthvað að gerast, eitthvað sem stangast á í grunninn,“ segir Heimir. Fréttablaðið/Vilhelm Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“ Menning Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“
Menning Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp