Enski boltinn

Moyes: Engar sex vikur í van Persie

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Persie í leiknum gegn Shakhtar 10. desember
Van Persie í leiknum gegn Shakhtar 10. desember mynd:nordic photos/getty
David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United segir ekkert hæft í þeim fregnum að enn séu fjórar til sex vikur í að hollenski framherjinn Robin van Persie verði leikfær á ný.

Moyes er ekki tilbúinn að segja hvenær van Persie verði leikfær en hann segir ekkert hæft í því að hann verði frá allt þar til í mars eins og getgátur á Englandi hafa gefið til kynna.

Van Persie skoraði sigurmark Manchester United gegn Arsenal 10. nóvember en hefur aðeins byrjað einn leik síðan þá fyrir ensku meistarana.

„Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir koma. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta rangar upplýsingar,“ sagði Moyes um fréttirnar að enn séu allt að sex vikur í van Persie.

Van Persie hefur unnið náði með Arno Philips sjúkraþjálfara PSV að undanförnu og gæti verið kominn af stað aftur innan hálfs mánaðar.

„Við erum að vinna í að fá Robin aftur af stað. Hann er tognaður á læri, svipað og hann barðist við hjá Arsenal (tímabilið 2007-2008).

„Hann var ekkert meiddur á síðustu leiktíð. Hann tók horn gegn Shakhtar og fann þá fyrri lærinu. Þetta var einstakt tilfelli en ekki gömul meiðsli að taka sig upp.

„Þetta er annars konar meiðsli. Við verðum að meðhöndla það rétt og hann hefur verið í Hollandi að vinna með manni þar. Við reynum allt hvað við getum en ég vil ekki setja tímamörk á það hvenær hann snýr aftur,“ sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×