Enski boltinn

Manchester United skoðar 16 ára son Henrik Larson

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Larsson feðgarnir á góðri stund í Glasgow
Larsson feðgarnir á góðri stund í Glasgow mynd:nordic photos/getty
Manchester United fylgist grannt með hinum 16 ára gamla Jordan Larsson, syni Henrik Larsson fyrrum framherja Celtic, United og Barcelona. Larsson yngri leikur með Hogaborgs BK í sænsku fjórðu deildinni.

Manchester United fylgist grannt með leikmanninum unga sem hefur æft með sænsk úrvalsdeildarliðinu Helsingborgs auk þess að leika í fjórðu deildinni.

Jordan Larsson er sóknarsinnaður miðjumaður með öflugan vinstri fót og líkamlega sterkur en hann æfði meðal annars með barnaliði Barcelona þegar Henrik Larsson lék með félaginu á árunum 2004 til 2006.

Henrik Larsson lék 13 leiki fyrir Manchester United 2007 þegar hann lék fyrir félagið í tvo og hálfan mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×