Ófaglegt og geðþóttamiðað ráðningarferli ekki lausnin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 14:30 Geir Haarde og Árni Þór Sigurðsson. Vísir/Anton Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi.Í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag segir hún fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, þess efnis að „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“ ekki standast skoðun. Tilkynnt var í síðustu viku að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skipað þá Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra frá og með næstu áramótum. Ekki hefur fengist staðfest hvar þeim sé ætlað að taka við starfi þótt hugmyndir séu um líklega áfangastaði. Um fyrstu pólitísku skipanir í embætti er að ræða frá árinu 2008. Þeir níu sendiherrar sem skipaðir voru í ráðherratíð Össurar komu úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Stöðurnar voru aldrei auglýstar. Ásta bendir á að sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljist til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði.Ásta Bjarnadóttir„Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954,“ segir í pistli Ástu. Ásta bendir á að fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli sé að gera vandaða starfsgreiningu. Setur Ásta fram drög að slíkri greiningu. Hún segir alls ekki svo að skilja að hún treysti ekki nýráðnum ráðherrum fyrir starfinu, öðru nær. „Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.“ Hún segir því fara fjarri „að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.“ Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi.Í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag segir hún fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, þess efnis að „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“ ekki standast skoðun. Tilkynnt var í síðustu viku að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skipað þá Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra frá og með næstu áramótum. Ekki hefur fengist staðfest hvar þeim sé ætlað að taka við starfi þótt hugmyndir séu um líklega áfangastaði. Um fyrstu pólitísku skipanir í embætti er að ræða frá árinu 2008. Þeir níu sendiherrar sem skipaðir voru í ráðherratíð Össurar komu úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Stöðurnar voru aldrei auglýstar. Ásta bendir á að sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljist til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði.Ásta Bjarnadóttir„Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954,“ segir í pistli Ástu. Ásta bendir á að fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli sé að gera vandaða starfsgreiningu. Setur Ásta fram drög að slíkri greiningu. Hún segir alls ekki svo að skilja að hún treysti ekki nýráðnum ráðherrum fyrir starfinu, öðru nær. „Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.“ Hún segir því fara fjarri „að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.“
Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52
Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00
Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08