Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram í Búlgaríu í næsta mánuði og mun Ísland senda sautján þátttakendur til leiks.
Mótið er tvískipt en keppt verður í kvenna- og stúlknaflokki dagana 12.-18. maí og svo karla- og drengjaflokki frá 19.-25. maí.
Ísland verður með fulltrúa í öllum fjórum hlutunum en meðal keppenda eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum - Norma Dögg Róbertsdóttir og Bjarki Ásgeirsson.
Ólafs Garðars Gunnarssonar verður þó sárt saknað en hann sleit nýverið hásin og er því frá keppni. Þá er Dominiqua Alma Belanyi enn að jafna sig eftir að hafa slitið liðband í hné síðastliðið sumar.
Þess má þó geta að Ingvar Jochumsson verður með á EM eftir nokkurra ára fjarveru en hann hefur verið í verkfræðinámi í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár.
Nú um páskana fer Norðurlandamótið fram í áhaldafimleikum og mun Ísland eiga 20 keppendur á mótinu, sem fer fram í Svíþjóð.
Kvennalið
Agnes Suto - Gerpla
Andrea Ingibjörg Orradóttir - Gerpla
Norma Dögg Róbertsdóttir - Gerpla
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir - Gerpla
Thelma Rut Hermannsdóttir - Gerpla
Varamenn:
Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir - Gerpla
Hildur Ólafsdóttir - Fylkir
Þórey Kristinsdóttir - Björk
Stúlknalið
Andrea Rún Þorvaldsdóttir - Ármann
Kristjana Ýr Kristinsdóttir - Björk
Lilja Björk Ólafsdóttir - Keflavík
Nanna Guðmundsdóttir - Grótta
Thelma Aðalsteinsdóttir - Gerpla
Varamenn:
Grethe María Björnsdóttir - Grótta
Gyða Einsdóttir - Gerpla
Karlalið
Bjarki Ásgeirsson - Ármann
Hróbjartur Pálmar Hilmarsson - Gerpla
Ingvar Ágúst Jochumsson - Gerpla
Jón Sigurður Gunnarsson - Ármann
Valgarð Reinharðsson - Gerpla
Varamenn:
Pálmi Rafn Steindórsson - Gerpla
Sigurður Andrés Sigurðsson - Ármann
Drengjalið
Eyþór Örn Baldursson - Gerpla
Hrannar Jónsson - Gerpla
Sautján manna hópur á EM í Búlgaríu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði
Enski boltinn