Enski boltinn

Verður Stones í HM-hópi Hodgson?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Stones í leik með Everton.
John Stones í leik með Everton. Vísir/Getty
Enski vefmiðillinn Goal.com hefur heimildir fyrir því að hinn nítján ára John Stones verði valinn í 30 manna HM-hóp enska landsliðsins.

23 leikmenn verða með í flugvélinni til Brasilíu en Hodgson velur fyrst 30 manna hóp í næsta mánuði. HM í Brasilíu hefst svo í júní.

Stones er varnarmaður og hefur þótt standa sig vel í vörn Everton í fjarveru hins meidda Phil Jagielka. Roy Hodgson, landsliðsþjálfari, var til að mynda meðal áhorfenda er Everton vann 3-1 sigur á Fulham um helgina en Stones átti góðan leik.

Meðal annarra leikmanna sem verða líklega í hópnum má nefna Raheem Sterling, Luke Shaw og Adam Lallana. Jon Flanagan hjá Liverpool kemur einnig til greina en samkeppnin um bakvarðastöðuna er mikil í landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×